Skólaþróunarspjallið á Facebook er vettvangur kennara og annars áhugafólks um skólaumbætur og skólaþróunarmál.
Í vikunni hafa stjórnendur ítrekað fjarlægt efni sem tengist kynfræðslu barna á grunnskólastigi. Elín Halldórsdóttir kennari, vakti fyrst athygli á því að búið væri að fjarlægja innlegg sem hún setti inn, en um var að ræða grein sem birtist á Frettin.is sem fjallar um kynfræðslu og hinsegin málefni.
Þá vekur einnig athygli að grein Helgu Daggar Sverrisdóttur sem mörgum þykir málefnaleg og eðlilegar spurningar bornar á borð, að hún er ítrekað sökuð um hatursáróður í pistil sínum, en enginn virðist þó getað vísað í meint hatur. Greinina má finna hér.
Elín ritaði:
Af gefnu tilefni, ég setti hér inn grein í gær sem Arnar Sverrisson sálfræðingur ritar með sjónarhorn máls sem upp kom vegna greinar sem kennari á Akureyri ritaði og stjórn KI brást við án nokkurrar umfjöllunar. Greinin var fjarlægð af stjórnendum.
Mér finnst það athyglivert, þar sem miðillinn sem hún er á er víðlesin af fjölda fólks hér á landi (þekki fólk í ritstjórn veit að það er í tugum þúsunda og meira) og í tugum af löndum bæði vestanhafs og austan og þar koma fram sjónarmið, vísindalegar rannsóknir og afstöður sem meginstraumsmiðlar fjalla ekki um.
Ég hef áhyggjur af skólaþróun á Íslandi ef ekki mega koma fram sjónarmið eða ræða efnistök og málefni er varða kennsluefni, nám barna og unglinga og uppeldi á faglegum grunni og skoða ólíkar meiningar, afstöður og innlegg í umræðuna í hóp sem ber nafnið Skólaþróunarspjallið.
Önnur grein var sett inn á hópinn í morgun og fólk spurt álits á kynfræðslu barna á grunnskólastigi. Í fræðsluheftinu koma orðin stelpa og strákur hvergi fyrir en orðin trans-stelpa og trans-strákur koma fyrir í kaflanum um kynvitund. Í stað stelpu og stráks er talað um fólk með eggjastokka og fólk með eistu o.fl.
Myndir úr fræðsluheftinu fylgja með fréttinni, en einhverra hluta vegna var greinin fjarlægð eftir nokkrar klukkustundir og engar skýringar gefnar á því hvers vegna námsefni grunnskólabarna megi ekki ræða í téðum hóp sem stjórnað er m.a. af kennurum og fyrrverandi formanni Kennarasambands Íslands, Ragnari Þór Péturssyni.
Þá leggur Björn Gunnlaugsson, aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla, orð í belg og kallar pistil Helgu Daggar kennara hatursáróður, og bætir við að löglega skráði Fjölmiðillinn Fréttin.is sé ekki fjölmiðlill, en rökstyður ekki frekar harkalegar fullyrðingar sínar.
Karl Jóhann Garðarson, bætir svo um við að mannréttindi trans og hinsegin fólks hafi ekki ólíkar hliðar og eigi því ekki að vera til umræðu.
Fleiri hatursfull og órökstudd ummæli í garð Helgu Daggar Sverrisdóttur kennara má einnig sjá hér neðar.
Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar vettvangur sem ætlaður er til að ræða skólamál og námsefni, banni umræðu um kynfræðslu barna í skólum.
Þá leggur Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir til að innlegg Elínar Halldórsdóttur verði fjarlægt og segir það skaðlegt.
Fleiri skjáskot og myndbönd má sjá hér neðar.
Færslan um kennsluefnið sem var fjarlægð:
One Comment on “Skólaþróunarspjallið bannar umræðu um námsefni í kynfræðslu grunnskólanna”
Mér sýnist orðið brýnt að senda kennara og skólafólk á námskeið í málfrelsi og lýðræðislegri tjáningu.