„Ef þið haldið þessu áfram, þá kveikið þið borgarastyrjöld í Evrópu“

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bændur fengu „áheyrnarfund“ með stjórnmálamönnum og þar talaði hugrakkur hollenskur bóndi. Sakaði hann valdhafa um að fækka bændum á afkastamikinn hátt í Evrópu með lygum og loftslagsrugli til þess að skapa matarskort. Bændur hafa brugðist við með uppreisn um alla álfuna. Heyra má bóndann lýsa ástandinu í færslu lagaheimspekingsins Evu Vlaardingerbroek á X-inu (sjá að neðan).

Bændur gera uppreisn í hverju Evrópuríkinu á fætur öðru, þar á meðal í Brussel í Belgíu, höfuðborg ESB-elítunnar. Hvað er það sem hefur sett þessa bændabyltingu af stað?

Meðvitað verið að búa til matarskort

Hollenskur bóndi útskýrir málið í myndbandi sem Eva Vlaardingerbroek réttarheimspekingur birti. Hann segir fyrir framan stjórnmálamenn:

„Það er hægt að sjá að það er verið að eyðileggja bændur með virkum hætti í allri Evrópu. Verið er að búa til matarskort og það er gert viljandi. Falleg orð ykkar breyta engu. Það er verið er að tæma veski bændanna. Vandamálin eru meðvitað og viljandi búin til gegn bændum og hafa ekkert með lýðræðið að gera.“

Fólk vill hollan mat – ekki nein skordýr

Hollensku bóndinn heldur áfram:

„Allt er byggt á lygum. Hollendingar og aðrir íbúar Evrópu standa við hlið bænda. Fólk vill fá hollan mat. Fólk vill ekki borða skordýr eða plöntur. Fólk vilja borða eins og við höfum venjulega alltaf gert.“

„Það er algjörlega ástæðulaust, það sem er að gerast. Verið er viljandi að eyðileggja landbúnaðinn með lygum og heimatilbúnum loftslagsvanda.“ .

Ef stjórnmálamenn hætta ekki að blaðra og fara að vinna fyrir fólkið – þá brýst út borgarastyrjöld í Evrópu

„Það eruð þið (stjórnmálamenn) sem rekið þessa stefnu og allir fela sig á bak við Brussel. En hvað er Brussel? Það er bara borg í Belgíu. Borgin er ekki ógn heldur fólkið sem heldur í taumana. Þeir sem stjórna stefnunni og á munu að lokum verða dregnir til ábyrgðar. Við bændur komum ekki mjög oft hingað. En við erum að undirstrika alvöru málsins, það er greinilega eina leiðin út úr þessu. Ekkert meira kjaftæði. Við spyrnum á móti. Við munum berjast. Það sem er að gerast í Brussel núna, ég hylli þessa bændur. Ég ber virðingu fyrir þeim og hugrekki þeirra til að berjast gegn þeim hroka sem leiðtogar okkar sýna. Ég virði það. Það er kannski eina leiðin til að vinna þetta.“

Bóndinn varar við að lokum:

„Ef þið haldið þessu áfram – þá kveikið þið borgarastyrjöld í Evrópu.“

Skildu eftir skilaboð