Viganò erkibiskup fordæmir valdarán glóbalistanna: Kallar eftir andspyrnu gegn hinni nýju heimsreglu – Síðari hluti

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Carlo Maria Viganò erkibiskup er andlegur leiðtogi í baráttunni gegn glóbalismanum. Hann sendi áður frá sér ákall til jarðarbúa að snúa bökum saman í baráttunni gegn glóbalismanum sem hann segir afar illkynjaðan og djöfullegan að fást við. Núna endurtekur hann boðskapinn í grein sem The Gateway Pundit hefur birt. Greinin birtist hér í lausri þýðingu í tveimur hlutum. Þetta er sá síðari en fyrri hlutann má nálgast hér.


Carlo Maria Viganò:

Boðskapur til þátttakenda Þjóðþings „Democrazia Sovrana e Popolare“ Rómaborg 27. -28. janúar 2024. Síðari hluti.

Þú gætir velt því fyrir þér, hvers vegna erkibiskup telji það nauðsynlegt að taka á málum sem virðast ekki tengjast trúnni. Ég held að eftir undanfarin ár hafi það orðið ljóst núna, að við stöndum frammi fyrir tímamótaárás, en markmið hennar er að koma á samstjórn undir forystu Andkrists.

Öll vestræn ríki, með örfáum undantekningum, eru í gíslingu

Heimsstjórn, sem þeir kalla „alheimsstjórn“ í orði kveðnu, þar sem þeir eru að sjálfsögðu við stjórnvölinn og við verðum að hlýða eða annars útilokuð félagslega eða líkamlega.

Í þessum niðurrifsramma eru öll vestræn ríki, með örfáum undantekningum, í gíslingu þessa nets undirróðursmanna sem telja sig vera herra heimsins og hafa sett sig í þjónustu „prins þessa heims“ sem er Satan.

Hvað vilja Klaus Schwab, Bill Gates, George Soros og allir vitorðsmenn þeirra og handlangarar? Illt. Vissulega að hið illa lendi á okkur. Því að sannarlega líta þeir á okkur sem vonsku plánetunnar og til að útrýma okkur, þá eitra þeir fyrir okkur á sál og líkama, vegna þess að þeir sjá verk Guðs í okkur, í ykkur, börnum ykkar, í eldri kynslóðinni, í hverri mynd og líkingu sem við höfum verið sköpuð.

Þetta er það sem Dennis Meadows, meðlimur Rómarklúbbsins sem World Economic Forum var stofnað úr, segir okkur meðal annars þegar hann setur fram kenningu um fækkun jarðarbúa í einn milljarð manna og viðurkennir hreinskilnislega að útrýma verði 87,5% af núverandi Íbúum jarðar með borgarastyrjöldum, hungursneyð, drepsóttum og ófrjósemi (sjá hér).

Ef ófrjósemin sem stafar af eiturlyfjum og gervimat dugir ekki til, þá eru það LGBTQ dagskráin og hugmyndafræði kynjanna, þar sem elítan setur samkynvæðingu samfélagsins á oddinn og kynnir möguleika á kynskipti barna frá unga aldri með aðstoð spillts löggjafarvalds, sem er reiðubúið að afnema forræði þeirra foreldra sem vilja ekki láta limlesta börnin sín.

Krafan um kynvæðingu barna sem SÞ og WHO setja fram ásamt tillögum um að lækka sjálfræðisaldur og afglæpavæða barnaníð, fær þær óhugnanlegu afleiðingar að perraneti hinna fjölmörgu gesta á eyju Epsteins er séð fyrir fersku kjöti. Þetta er fólk sem smitar niður æðstu embætti margra stofnana og er því auðveld bráð kúgunar.

Mannleg vopn eingöngu duga ekki í þessu stríði

Þetta er stríð sem ekki er hægt að heyja eingöngu með mannlegum vopnum, vegna þess að andlegir kraftar taka þátt í því sem nærast á hatri á Guði, Drottni vorum Jesú Kristi og mannfólkinu sem þeir öfunda vegna þess að ólíkt illum öndum þá tók hinn eilífi sonur föðurins á sig syndir þeirra.

Þessir kraftar hata líka þá sköpun sem Drottinn hefur gefið okkur frjálsan aðgang að. Hún er endurgjaldslaus vegna þess að verk Guðs eru án endurgjalds sem ávöxtur mikilleika og örlætis. Allt sem frá djöflinum kemur fylgir gjald sem þarf að greiða, það er vara sem þarf að skipta, eitthvað sem hægt er að kaupa og selja.

Þið, kæru vinir, þurfið á skýran hátt að skilja, hvað er í húfi fyrir samfélag okkar og umfram allt þann heim sem börnin okkar eiga að lifa í. Þetta er ekki spurning um að flýja frá einni þjóð sem steypist í einræði á meðan heimurinn er frjáls. Núna hefur allur hinn vestræni heimur verið gerður að fangabúðum þar sem ókjörnir einstaklingar ráða för, fólk sem ætti að loka að eilífu inni í fangelsi vegna glæpa sinna. Við getum ekki flúið neins staðar, heldur verðum við að berjast fyrir eigin afkomu hér og nú.

Svo hvernig er hægt að snúast gegn þessu? Hvernig getum við í raun andmælt þessu hatursfulla einræði? Vissulega ekki með þeim vopnum sem óvinur okkar vill að við notum: það væri eins og að fara inn á vígvöllinn vopnaður örvum gegn skriðdrekum.

Ekki með gömlum hugmyndum sem voru viljandi skapaðar til að misheppnast eins og samhyggjustefna kommúnismans annars vegar og frjálslynd einstaklingshyggja hins vegar. Ekki með skurðgoðum gervifrelsis og lýðræðis, ónýtum leikföngum sem gera frímúrarastúkum kleift að grafa undan samfélagsskipan og láta fólk halda, að það geti lifað án Guðs með því að dýrka ríkið, einstaklinginn eða hvort tveggja í staðinn.

Mætum lygum með sannleika – spillingu með heiðarleika

Ég vil hér leggja áherslu á þátt sem ég tel mjög mikilvægan til að átta sig á umfangi þeirrar árásar sem við erum að upplifa. „Meistaraslag“ hinnar nýju heimsreglu felst í því að hafa leitt saman frjálshyggju og kommúnisma (sem eru tvær hliðar á sama frímúrarapeningi) í eitt vítisbandalag.

Annars vegar með því að takmarka jákvæð afskipti ríkisins sem býður borgurum án endurgjalds eða ekki á markaðsverði þá þjónustu sem elítan vill einkavæða til að græða á; hins vegar með því að beita þvingunarafli yfirþjóðlegrar sósíalistastjórnar til að skekkja samkeppni lítilla og meðalstórra fyrirtækja og draga úr launakostnaði. Í vissum skilningi hefur elítunni tekist að hrekja ríkið frá eðlilegu hlutverki sínu í þágu ofurríkis sem starfar ekki í þágu almennings heldur fyrir sjálfa elítuna.

Að lokum hefur þetta orðið hlutverk Evrópusambandsins og alríkisstjórnar Bandaríkjanna sem eru bæði í höndum djúpríkisins.

Að berjast við óvininn samkvæmt fölskum reglum hans er fáránlegt og eyðileggjandi. Berjist frekar við hann með því að mæta lygum með sannleika, ógeðfelldri fjárkúgun með vilja að gera gott, spillingu með heiðarleika. Heilagur Páll segir okkur líka: Látið ekki yfirbugast af hinu illa heldur sigrið það illa með hinu góða (Róm 12:21).

Í þessu tímamóta stríði, í þessum átökum ljóss og myrkurs, geta jafnvel þeir sem ekki eru kristnir verið bandamenn þínir, ef þeir skilja í heiðarleika og hugrekki að sjálfar undirstöður náttúrulögmálsins, virðing fyrir helgi lífsins, verndun náttúrunnar, réttur foreldra til að mennta börn sín og verndun eigna, vinnu og atvinnulífs, er allt í hættu.

Augljós veikleiki okkar, skipulagsleysi okkar, úrræði okkar sem eru óviðjafnanlega lakari en þau sem standa yfirstétt glóbalista til boða, geta jafnvel verið styrkur, því þau gera okkur kleift að flýja undan stjórn þeirra. Við þurfum að bregðast við fyrir utan rammann, skapa staðbundin, innlend og alþjóðleg tengslanet sem gera okkur kleift að sýna sameiginlega fylkingu gegn hinum sameiginlega óvini.

Við þurfum að enduruppgötva stolt siðmenningar okkar, menningu og trúar okkar, getu okkar til að rísa upp aftur í miðjum erfiðleikum þökk sé hugviti okkar og vonum, sem við látum ekki þá sem eru að reyna að eyðileggja nútíð okkar eftir að hafa eytt fortíð okkar hrifsa frá okkur í framtíðinni.

Hvorki Klaus Schwab, George Soros né Ursula von der Leyen munu dæma þig – heldur Drottinn

Kæru vinir, verið sterkir! Ekki óttast þá sem vilja, að þið trúið því á grundvelli gríðarlegrar svika að allt sé ákveðið og óafturkallanlegt. Við erum ekki tilraunadýr sem geðveikur vísindamaður fylgist með þegar þau hlaupa gegnum völundarhús. Það er sýn þeirra sem kunna ekki að elska, svo sannarlega þeirra sem aðeins kunna að hata, þeirra sem skilja ekki að maðurinn er fær um hetjudáðir vegna kærleika Guðs og bræðra sinna og systra, þeirra sem vilja ekki viðurkenna að Drottinn er sannarlega almáttugur og að örlög heimsins og sögunnar eru í hans höndum. Við skulum ekki gleyma því, að það er saga þar sem Guð fylgir og verndar okkur sem Faðir okkar.

Forðast má hinn hryllilega heim þrælahalds og dauða sem glóbalistarnir byggja upp, ef við vitum hvernig á að sameinast undir krossi Krists. Því það er aðeins frammi fyrir krossinum sem þetta vonda fólk missir öll völd og sýnir sjálft sig eins og það er í raun og veru.

Að lokum gef ég ykkur ráð sem prestur: látið ekki undan því hugarfari heimsins, sem vill fá ykkur til að skammast ykkar fyrir heiðarleika, réttsýni og trú ykkar, eins og það væru gallar sem þyrfti að fela. Frekar ætti að skammast sín fyrir óheiðarleika, siðferðilega spillingu og eigingirni.

Ekki skammast ykkar fyrir að vera fólk sem elskar Drottin, sem biður, sem fórnar, sem berst. Það verða ekki Klaus Schwab, George Soros eða Ursula von der Leyen sem munu dæma þig, heldur Drottinn sem sagði við okkur: En verið hughraustir, ég hef sigrað heiminn (Jóh 16:33).

Skildu eftir skilaboð