Hátt í hundrað milljónir af skúffufé til Samtakanna ´78

EskiFjárframlög, Hinsegin málefni, Innlent2 Comments

Hátt í hundrað milljónir af skúffufé ráðherra ríkisstjórnarinnar rennur til Samtakanna ´78.

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra undirritaði samning við Samtökin ´78.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir:

,,Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gert samning við Samtökin ’78 um stuðning við fræðslu- og ráðgjöf samtakanna. Ætlunin er að stuðla að öruggu umhverfi fyrir hinsegin börn og ungmenni í grunn- og framhaldsskólum og í íþrótta- og frístundastarfi.

Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra og Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna ´78

Markmiðið er að þróað verði vandað kennsluefni og námskeið sem beinist sérstaklega að fagaðilum í skólastarfi. Unnið verði að því að allt fræðsluefni verði aðgengilegt á netinu og sett fram á skýran og einfaldan máta. Komið verður upp tengiliðaneti í grunn- og framhaldsskólum landsins um hinseginleikann og veitt fræðsla og ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum um hinsegin málefni. Þá munu samtökin sinna þróunarstarfi á landsbyggðinni.

Stuðningurinn nemur 25 m.kr. til loka þessa árs.“

40 milljónir frá Katrínu forsætisráðherra

Að auki fá samtökin 40 milljónir frá forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir jók styrktarupphæðina úr 25 milljónum á ári í 40 milljónir.

20 milljónir frá félags-og vinnumálaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumálaráðherra tók 20 milljónir úr skúffu sinni og afhenti samtökunum fyrir mánuði síðan. Í tilkynningu ráðuneyti hans segir: ,,Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Samtökunum ´78 styrk að upphæð 20 milljónum króna. Styrkurinn er veittur til að sinna ráðgjöf fyrir hinsegin fólk, aðstandendur þess og þau sem ekki eru viss um eigin hinseginleika. Honum verður meðal annars varið í að veita einstaklingsráðgjöf, bjóða upp á stuðningshópa, virknihópa og sinna sértækum stuðningi við flóttafólk sem og eldra fólk. Markmiðið er að styðja einstaklinginn, veita aðstoð og vera til staðar.“

85 milljónir fyrir utan fjárlög

Þessi þrjú ráðuneyti styrkja því Samtökin ´78 um 85 milljónir á þessu ári fyrir utan fjárveitingu Alþingis á fjárlögum.
Auk framlaga frá ríkinu hefur Samtökin ´78 gert þjónustusamninga við ýmsu embætti eins og t.d. Ríkislögreglustjóra auk sveitarfélaga sem skilar sér í auknum tekjum á kostnað skattgreiðenda.
Einnig hafa samtökin tekið upp á því að selja einkafyrirtækjum svokallaða regnbogavottun sem gerir umsvif þeirra á vinnumarkaði áhrifameiri þar sem þau fá aðgengi að mannauðs-og markaðsmálum fyritækja sem kaupa vottun af þeim.

 

2 Comments on “Hátt í hundrað milljónir af skúffufé til Samtakanna ´78”

  1. Á Íslandi er samkynhneigð í tískuog ekki síður en geðsjúkdómurinn sem þjáir fólk sem veit ekki hvaða kyni það tilheyrir ótrúleg peningahít og gróðamaskína sem dregur almenning á asnaeyrunum og vélar útúr þeim og stjórnvöldum ótrúlegar fjárhæðir. Kvennkynið fær krabbameinstékk og alskonar eftirlit sem er hið besta mál fyrir lýðheilsu kvenna.
    Kvennaathvörf eru einnig að taka til sín hundruðir milljóna árlega ásamt óteljandi málefna sem eingöngu tilheyra kvennkyninu er samþykkt af þjóðfélaginu með risastóru “ Halelúja hósana” í hverju skúmaskoti ráðuneytum nefndum Alþingi og hver sem litið er.
    En svo kemur að málefnum karlkynsins, engin athvörf fyrir karlmenn sem eru lagðir og barðir og þurfa að flýja heimili sín með börnin sín vegna ofbeldisfullra kvenna með hnífa og barefli eða hvað sem þær nota til ofbeldis gegn maka og börnum.
    Þannig heimili og þannig móður ald8st ég upp hjá sem rústaði heimilinu reglulega og barði okkur systkinin sundur og saman. Faðir okkar gat hvergi leitað skjóls því karlmenn hafa ekkert skjól í að leita.
    Enn ekkert athvarf fyrir feður né börn þeirra,fjölda umsókna fyrir karlaathvarf og börn þeirra ávallt neitað um styrki og öllum innan stjórnkerfisins slétt sama og þverðmóðskufullir feministar og ofbeldis konur neita að ofbeldi kvenna eigi sér stað á Íslandi. Þetta erkallað jafnrétti á Íslandi.

Skildu eftir skilaboð