Tucker Carlson kominn til Moskvu – talið að hann muni taka viðtal við Pútín

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Fyrrum Fox News stjarnan Tucker Carlson hefur náðst á mynd í Moskvu. Sagt er að hann sé staddur í Rússlandi til að taka viðtal við Vladimír Pútín forseta. Samkvæmt rússneskum Telegram-fréttum, þá flaug Tucker Carlson til Moskvu frá Istanbúl seint í síðustu viku, segir í frétt Politico.

Myndir sýna hinn heimskunna blaðamann bæði á flugvellinum og einnig í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu, þar sem hann var viðstaddur ballettsýningu á sunnudaginn. Samkvæmt orðrómi er tilgangurinn með ferð Tucker Carlson til Moskvu að taka viðtal við Pútín. Þetta hefur þó hvorki verið staðfest af Carlson sjálfum né yfirvöldum Rússlands.

Tucker Carlson var áður með vinsælasta fréttaþátt í Bandaríkjunum á Fox News, en hefur núna eigin fréttamiðil á X „Tucker Carlson Network, TCN.“

Árið 2021 reyndi Tucker Carlson, sem þá var á Fox News, að fá viðtal við rússneska forsetann. Bandaríska leyniþjónustan NSA hleraði samtöl Tucker Carlson og sagði Carlson, að NSA ætlaði að leka upplýsingunum til fjölmiðla í þeim tilgangi að ófrægja hann.

Fox News brást illa við hleruninni og skrifaði m.a. í yfirlýsingu:

„Að NSA kýs að birta nafn Tucker Carlson eða hvaða blaðamanns sem er fyrir að reyna að fá fréttnæmt viðtal er algjörlega óviðunandi og vekur alvarlegar spurningar bæði um aðgerðir stofnunarinnar og um upprunalega neitun þeirra, sem var mjög villandi.“

Skildu eftir skilaboð