1.000 loftslagsaðgerðarsinnar handteknir í Holland

frettinErlent, Gústaf Skúlason, LoftslagsmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Um 1.000 loftslagsaðgerðarsinnar frá samtökunum „Extinction Rebellion“ voru handteknir á laugardag eftir að hafa lokað þjóðvegi í hollensku borginni Haag. Mótmælendum var sleppt síðar um kvöldið.

Sjónvarpsfyrirtækið NOS greinir frá því, að það hafi tekið tíma að fjarlægja mótmælendur þar sem margir þeirra höfðu límt sig fasta við veginn.

Mótmælendurnir mótmæla niðurgreiðslum ríkisins á jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum, olíu og gasi.

Margar áberandi mótmælaaðgerðir í loftslagsmálum hafa átt sér stað í Haag á undanförnu ári.

Myndskeið frá atburðinum í Haag í tveimur færslum á X hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð