Sænskir glæpahópar líta á Noreg sem veisluhlaðborð

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Glæpamenn frá glæpahópum Svíþjóðar líta á Noreg sem „veisluhlaðborð“ segir Stefan Larsson, yfirmaður samhæfingardeildar glæpadeildar sænsku lögreglunnar (Noa) í viðtali við norska dagblaðið Dagbladet.

„Ég get ímyndað mér, að það sé orðið þröngt á fíkniefnamarkaðurinn í Svíþjóð, vegna þess að viðskiptavinahópurinn er takmarkaður. Markaðurinn mettast á tiltölulega skömmum tíma. Þá verða þeir að stækka markaðinn.“

Larsson segir við blaðið, að sænska eiturlyfjaverslunin geti verið að byrja að hasla sér völl í Noregi. Árið 2020 fóru sænskir glæpamenn að beina sjónum að Noregi með svikum, aðallega gegn öldruðum konum.

Að sögn Dagbladet hafa þau glæpasamtök, sem hafa unnið að stórfelldum svikamálum í Noregi, náin tengsl við Foxtrot-klíkuna.

Norski bankinn DNB staðfestir í skýrslu (sjá pdf að neðan), að á síðasta ári hafi orðið 26% aukning á svikamálum í garð viðskiptavina bankans. Bankinn greinir frá því að skýr tengsl séu á milli svikamála og skipulagðra glæpasamtaka. Bankinn skrifar:

„DNB fylgdist með sænskri glæpastarfsemi haustið 2023 sem athafnar sig í Noregi og fremur svikaglæpi gegn viðskiptavinum okkar.“

finansiell_trygghet_i_en_usikker_verden_no

Skildu eftir skilaboð