Grindavík ekki Gasa

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

„Á næstu 24 mánuðum gerir ríkissjóður ráð fyrir að kostnaður við hælisleitendakerfið muni verða 32 milljarðar króna,“ skrifar Sigurður Már Jónsson blaðamaður. Hann heldur áfram:

Á sama tíma og það er lagður sérstakur skattur á landsmenn vegna aðstoðar við Grindvíkinga, sem réttlættur er með því að annars aukist halli ríkissjóðs, er ríkissjóður skilinn eftir galopinn fyrir málaflokk hælisleitenda og flóttamanna.

Sigurður rekur skilmerkilega að valið standi á milli velferðarkerfis og aðstoðar við samlanda okkar annars vegar og hins vegar opinna landamæra. Sérkennilegir hlutir eru á ferðinni á bakvið tjöldin, eins og Sigurður rekur:

Þegar liðsmanni Ríkis íslams (ISIS) var vísað úr landi í janúar síðastliðnum kom í ljós að hann hafði búið í húsnæði sem Vinnumálastofnun hafði látið honum og stórri fjölskyldu hans í té í september síðastliðnum.

Á liðnu ári sóttu 4200 útlendingar eftir hæli hér á landi. Það eru 400 fleiri en allir íbúar Grindavíkur. Nú eru uppi kröfur um loftbrú milli Íslands og Egyptalands til að flytja hingað í stórum stíl múslíma í hælisleit. Þeir bætast við þá fimm þúsund sem koma annars staðar frá í leit að framfærslu íslenskra skattborgara.

Opin landamæri eru ávísun á endalok íslensks samfélags, eins og við þekkjum það.

One Comment on “Grindavík ekki Gasa”

  1. Sumir Íslendingar hata hina íslensku norrænu þjóð og vilja skipta henni út fyrir hælisleitendur frá Mið-austurlöndum og Afríku, eða eins og einn vinstri-klikkhausinn sagði, ´Við eigum að taka við öllum þeim flóttamönnum sem vilja koma frá Gaza.´ Veit hann að um tvær milljónir manna búa í Gaza´. Hvað er eiginlega að í hugarheimi klikkhausanna?

Skildu eftir skilaboð