Marine Le Pen yrði forseti ef kosningar væru í Frakklandi í dag samkvæmt könnunum

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Skoðanakannanir benda til þess í fyrsta sinn í Frakklandi, að Marine Le Pen fyrrum formaður Þjóðfylkingarinnar, yrði sigurvegari í forsetakosningunum í Frakklandi. Samkvæmt skoðanakönnun IFOP myndi Marine Le Pen – ef forsetakosningar yrðu í dag – sigra í annarri umferð gegn núverandi forsætisráðherra Gabriel Attal með 51% á móti 49%.

Þetta er í fyrsta sinn sem könnun sýnir í Frakklandi, að Marine Le Pen myndi sigra í forsetakosningum. Samkvæmt sömu könnun myndi hún fá 50% atkvæða ef hún stæði frammi fyrir Édouard Philippe fyrrverandi forsætisráðherra.

Í annarri umferð kosninga gegn vinstri öfgamanninum Jean-Luc Mélenchon myndi Le Pen sigra með 64%. Næstu forsetakosningar í Frakklandi verða ekki haldnar fyrr en árið 2027. Forsetinn er kjörinn til fimm ára í senn.

Í síðustu forsetakosningum árið 2022 fékk Marine Le Pen 41.5% atkvæða en sigurvegarinn, Emmanuel Macron, fékk 58,5%. Faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, fékk 17,8% í annarri umferð kosninganna 2002.

2 Comments on “Marine Le Pen yrði forseti ef kosningar væru í Frakklandi í dag samkvæmt könnunum”

  1. Sem betur fer virðist sem almenningur sé að vakna af slæmum draumi, það verður að stöðva þessa klikkuðu innflytjenda-og hælisleitastefnu sem ríkt hefur í Evrópu.

  2. Mér þótti skrítið að þegar kostningarnar voru í Frakklandi 2022 þá var Marine Le Pen vel fyrir framan sitjandi forseta tæplega viku fyrir kostningu enn hún tapaði samt?

    Það þarf að ryðja úr vegi bæði rikistjórn Frakklands og Þýskalands þá hrynur restin af Glóbalistastjórnunum í Evrópu sem skipta máli.

    Svo þarf að hjálpa kananum að rata heim, hann hefur ekki fundið leiðina heim síðan vorið 1945.

Skildu eftir skilaboð