Tucker Carlson settur á dauðalista Úkraínu vegna viðtalsins við Pútín?

frettinErlentLeave a Comment

Blaðamaðurinn Tucker Carlson hefur verið settur á dauðalista úkraínskra stjórnvalda eftir að hann ferðaðist nýlega til Rússlands til að taka viðtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það heyrist nú einnig innan Evrópusambandsins að beita Carlson refsiaðgerðum í kjölfarið á meðan úkraínska ríkisstjórnin hefur sett nafn Carlsons á „drápslista“ landsins. Þetta kemur fram í "The Jimmy Dor Show".

Jimmy fær til liðs við sig Russell Dobular frá Due Dissidence og bandaríska grínistann Kurt Metzger, þar sem þeir ræða stöðu „McCarthyismans“ sem stundaður er innan bandarísku frjálshyggjustéttarinnar.

„McCarthyismi“ er hávær herferð gegn meintum kommúnistum innan bandarískra stjórnvalda undir forystu öldungadeildarþingmannsins Joseph McCarthy, á tímabilinu 1950–1954. Margir hinna ákærðu voru settir á svartan lista eða misstu vinnuna, þó flestir hafi í raun ekki tilheyrt kommúnistaflokknum.

Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu og núverandi þingmaður á Evrópuþinginu, sagði við Newsweek að hann hafi kallað eftir því að ESB kanni að setja ferðabann á Carlson, og lýsir honum sem „málpípu“ Donalds Trumps fyrrverandi forseta og Pútíns og bætti við: „Þar sem Pútín er stríðsglæpamaður og ESB refsar öllum sem aðstoða hann í þeirri viðleitni, þá virðist það rökrétt að utanríkisþjónustan skoði mál hans líka.“

Umræðurnar má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð