Þingkonan Elsa Widding gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leyfa valdayfirtöku WHO í heilbrigðismálum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Elsa Widding er eini þingmaðurinn af 349 sænskum sem stendur í framvarðarsveitinni gegn valdaseilingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO á fullveldi aðildarríkjanna með breytingum á faraldurssáttmála og alþjóðlegum heilbrigðisreglum. Hún gagnrýndi sænska félagsmálaráðherrann, Jakob Forssmed, harðlega fyrir að hafa ekki veitt fullnægjandi svör við fyrirspurnum sínum og upplýsingum um fyrirætlanir WHO.

Elsu Widding skrifaði m.a. í bréfi til til Jakobs Forssmed, félagsmálaráðherra frá flokki Kristdemókrata:

– 75. Alþjóðaheilbrigðisþingið ákvað með tilliti til markvissra breytinga á alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (2005) að fara fram á það við vinnuhóp lagabreytinganna að búa til verkáætlun, í samræmi við ákvörðun EB150 og með hliðsjón af skýrslu endurskoðunarnefndar, til að leggja fram pakka með beinum breytingum, til umfjöllunar á 77. Alþjóðaheilbrigðisþinginu, í samræmi við 55. grein alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðarinnar (2005).

Í umræðu 24. nóvember endurgaf ég orðalag fjölda varhugaverðra greina úr nýjustu drögum vinnuhóps IHR sem endurskoðunarnefndin kynnti í febrúar 2022. Breytingartillögur frá aðildarríkjunum sem kynntar voru af Tékklandi eru dagsettar í september 2022. Svíar styðja tillögur ESB. Breytingarnar hafa því verið innfelldar í nýjasta opinbera skjalið frá febrúar 2023.

Í umræðunni í nóvember 2023 endurgaf ég hið varhugaverða orðalag í greinum 1, 12, 13 a, 17, 18, 42, 44 auk orðalags í 2. kafla og 3. kafla…. Í 55. grein IHR segir, að breytingar megi gera á IHR en þær skulu berast aðildarríkjunum eigi síðar en fjórum mánuðum áður en ákvörðun er tekin, það er eigi síðar en 27. janúar 2024.

Tilgangur málsgreinarinnar er að sjálfsögðu að aðildarríkin eigi að hafa tíma, að minnsta kosti fjóra mánuði, til að miðla, rökræða og birta efni fyrirhugaðra breytinga áður en atkvæðagreiðsla fer fram. Það er ekki síst mikilvægt að átta sig á lagalegum afleiðingum breytinganna.

Fjögurra mánaða frestur liðinn til að leggja fram breytingartillögurnar

Næsta atkvæðagreiðsla átti að fara fram 27. maí 2024 á 77. fundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins. Þar sem ný tillaga hefur ekki verið send út og fjögurra mánaða frestur er liðinn er sanngjarnast að fresta atkvæðagreiðslunni.

Ríkisstjórn Svíþjóðar verður að sjálfsögðu að vera á móti öllum tilraunum til að knýja fram breytingartillögurnar í atkvæðagreiðslu 27. maí án þess að við sem lýðræðisríki höfum haft möguleika á að taka afstöðu fyrir fram til tillagnanna. Að einungis einn fulltrúi ríkisstjórnarinnar hafi kynnt sér breytingarnar er andstætt lýðræðislegu ferli.

Ég vil því beina eftirfarandi tveimur spurningum til Jakobs Forssmed félagsmálaráðherra:

  1. Hvernig mun ríkisstjórn Svíþjóðar, í ljósi þess sem fram kemur hér að ofan, bregðast við ef halda á atkvæðagreiðslu þann 24. maí 2024?
  2. Hefur ráðherrann haft frumkvæði að greiningu á því, hvort rétt hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni 28. maí 2022 og getur ráðherrann ef svo er, gert grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar?

Svar félagsmálaráðherrans var óboðlegt staðreyndum málsins. Jakob Rossmed fullyrti, að á þinginu í maí yrðu tillögurnar lagðar fram og nægur tími væri til að samþykkja þær síðar. Hann virtist enga hugmynd hafa um það, að þá færi fram bindandi atkvæðagreiðsla um breytingar á regluverki sem flytur völdin frá Svíþjóð til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sjá má ræðu ráðherrans og viðbrögð Eslu Widding hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð