Nýr forseti Finnlands glóðvolgur úr hreiðri glóbalismans

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Finnland hefur fengið nýjan forseta, Alexander Stubb. Hann fékk 51,6% atkvæða en keppinauturinn Pekka Haavisto fékk 48,6%. Stubb var áður bæði fjármála- og forsætisráðherra og er varaformaður Fjárfestingabanka Evrópu. Samkvæmt Reuters er Stubb yfirlýstur glóbalisti sem berst fyrir alþjóða markmiðum glóbalismans. Hann kemur einnig volgur úr skóla WEF fyrir „Unga alþjóða leiðtoga.“ Það eru sérlegir fulltrúar sem eiga að sjá til þess, að glóbalistarnir nái markmiðum sínum.

Alexander Stubb vill hervæða Finnland fyrir Nató og komandi stríð við Rússa. Hann hefur opnað á, að hersveitir Nató verði staðsettar í Finnlandi. Það mun stórauka hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni. Rússar hafa þegar lýsti því yfir, að þeir munu auka herafla sinn til að vera viðbúnir átökum úr þeirri átt, ef hersveitir Nató verða staðsettar í Finnlandi.

Hafnar samskiptum við grannann í austri „þar til stríðinu lýkur“

Sem nýr meðlimur Nató mun Stubb taka við af Sauli Niinisto sem hefur verið kallaður „hvíslari Pútíns“vegna tengsla við rússneska leiðtogann.

Stubb mun gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum Finnlands og Nató. Hann gegnir hlutverki æðsta yfirmanns hersins í Finnlandi samtímis og hann hefur forgöngu um heildarstefnu í utanríkis- og öryggismálum í nánu samstarfi við stjórnvöld. Stubb útskýrði í síðasta mánuði afstöðu sína til Moskvu:

„Pólitískt séð þá verða engin samskipti við forseta Rússlands eða við rússneska stjórnmálaleiðtoga fyrr en þeir stöðva stríðið í Úkraínu.“

2 Comments on “Nýr forseti Finnlands glóðvolgur úr hreiðri glóbalismans”

  1. Þessir svokölluðu ungu glóbalistar eru í raun „Hitlerjugend“ Það endaði ekki vel og mun ekki gera aftur

Skildu eftir skilaboð