Málverk Michelangelos um sköpun mannsins ásakað um „yfirburði hvítra“

frettinErlent, Gústaf Skúlason, ListLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Michelangelo er einn frægasti listamaður sögunnar. Eitt þekktasta og vinsælasta verk hans er sá hluti loftmálverkanna í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu í Róm sem sýnir Guð skapa Adam. Málverkið sem er frá 16. öld höfðar þó ekki til allra. Innan hinnar svokölluðu „White Fragitily“ hreyfingar er verkið nú sakað um „hvíta yfirburði“ þ.e.a.s. yfirburði hvíta kynstofnsins.

White Fragitily mætti þýða sem hvíta viðkvæmni. Þetta er hugtak innan vinstri hreyfingarinnar sem telur sig vera andrasíska hreyfingu. Höfðað er til „viðkvæmni“ hvítra þegar „yfirráð hvíta kynstofnsins“ eru rædd.

Hvítir sem ekki hafa sektarkennd eru „rasistar“

Ef viðkomandi hvítur einstaklingur er ósammála, tjáir sig og finnst að verið sé að koma með ósanngjarna ásökun um yfirburðastöðu húðlitarins, þá er það sönnun þess að viðkomandi sé sekur. Ásakandinn hefur því rétt fyrir sér. Eina leiðin til að fá aflausn frá hvítri sektarkennd er að knékrjúpa, samþykkja og játa erfðasynd hvítunnar.

Robin DiAngelo er prófessor í gagnrýnum hvítleikarannsóknum og þekktur innan American White Fragility hreyfingarinnar. Margir meðlimir hreyfingarinnar eru hvítir sem þjást af vanlíðan og finna til sektarkenndar vegna húðlitarins. Þeim finnst að öllum hvítum eigi að líða eins og ásaka aðra hvíta sem ekki þjást af sömu sektarkennd um að vera rasistar.

Robin DiAngelo.

Réðst á Michelangelo í hlaðvarpi

Í nýlegum hlaðvarpsþætti (sjá að neðan) réðst DiAngelo á hið fræga listaverk Michelangelo sem sýnir Guð skapar fyrsta manninn sem „hvítan yfirburðamann.“ Segir DiAngelo listaverkið sýna skýrast allra hvað „hvít yfirráð“ eru í raun og veru. Hún segir:

„Guð er í skýi og það eru allir þessir englar og hann teygir sig og snertir… Ég veit ekki hver það er, Davíð eða einhver?“

Þáttastjórnandi hlaðvarpsins Jalon Johnson veit heldur ekki hver er á myndinni og bætir við:

„Guð er hvítur og Davíð er hvítur og englarnir hvítir – þetta er hið fullkomna feðraveldi og yfirráð hvíta samrunans.“

Michelangelo hafði kannski annað en kynþáttahatur í huga

Rikki Schlott, dálkahöfundur New York Post gagnrýnir DiAngelo bæði fyrir vanþekkingu á listaverkinu og einnig fyrir að taka 500 ára gamalt listaverk sem sem ástæðu til að koma með ásakanir um kynþáttafordóma nútímans. Hún skrifar:

„Kom DiAngelo ekki til hugar, að Michelangelo sem 16. aldar listmálari hefði kannski annað en kynþáttahatur í huga, þegar hann málaði Guð og „Davíð“?“

Græddi stórfé á dauða George Floyd

Schlott fer síðan yfir bakgrunn DiAngelo, sem var tiltölulega óþekkt sem prófessor í gagnrýnum hvítleikafræðum við háskólann í Washington, þar til glæpamaðurinn og eiturlyfjafíkillinn George Floyd lést í tengslum við lögregluafskipti árið 2020.

Bók hennar „White Fragility“ hafði verið gefin út nokkrum árum áður, fékk skyndilega mikla söluaukningu. DiAngelo varð um tíma hálaunuð ræðukona á ýmsum samkundum vinstri manna, vegna dauða George Floyd. Boðskapur hennar er að hvítir séu almennt kynþáttahatarar og græddi DiAngelo tugi milljóna króna á fyrirlestrum og bókasölunni.

Sjá má viðtalið á hlaðvarpinu hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð