Rússland ríkara en nokkru sinni fyrr

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Rússland er núna orðið ríkara en nokkru sinni fyrr, segir í frétt CNN. Það hefur sniðgengið refsiaðgerðir vestrænna ríkja með því að selja hráolíu sína til Indlands.

Vestræn valdastétt ætlaði sér að rústa Rússlandi með víðtækum refsiaðgerðum gegn landinu. En það gengur ekki eftir. CNN segir í nýrri frétt, að Kremlverjar „hafi aldrei verið ríkari.“ CNN útskýrir:

„Rússland fer inn í sitt þriðja stríðsár í Úkraínu með áður óþekkt peningamagn í ríkissjóði.“

Indland kaupir hráolíu af Rússum, hreinsar og selur til Bandaríkjanna

Metsala á hráolíu til Indlands hefur fært ríkissjóði Rússlands 37 milljarða dollara árið 2023. Að sögn CNN var hluti hráolíunnar hreinsaður í Indlandi og seldur sem fullunnin olía til Bandaríkjanna að verðmæti meira en milljarð dollara. Indverjar hafa þrettánfaldað kaup sín á rússneskri hráolíu miðað við tímann fyrir Úkraínustríðið. Þeir hafa þannig komið í staðinn fyrir þá vestrænu kaupendur, sem geta ekki keypt olíu af Rússum vegna refsiaðgerðanna. CNN segir:

„Rússland er ríkara en nokkru sinni fyrr.“

Aðlögun Bandaríkjamanna að nýjum fjölpóla heimi verður sársaukafull

CNN leggur áherslu á í fréttinni, að Indland sé „mikilvægur samstarfsaðili“ Bandaríkjanna. Prófessor Glenn Diesen skrifar í athugasemd um greinina á X (sjá að neðan):

„Fyrir utan þá afstöðu, að bandarískur samstarfsaðili verði að hlýða Washington, er tilvísun í „löglega“ og „ólöglega“ verslun eingöngu hugtök sem byggja alfarið á einhliða refsiaðgerðum Bandaríkjanna. – Indland er sjálfstætt land, aðlögun Washington að fjölpóla heimi verður sársaukafull.“

2 Comments on “Rússland ríkara en nokkru sinni fyrr”

  1. Rússland eru ríkari en nokkru sinni fyrr, að sama skapi eru Vesturlönd að hruni komin bæði efnahags-og siðferðislega.

Skildu eftir skilaboð