Stríð á milli Nató og Rússlands óhjákvæmilegt ef ráðamenn ESB senda hermenn til Úkraínu

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Úkraínustríðið1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Átök milli Nató og Rússlands eru „óhjákvæmileg“ ef hermenn frá vestrænum löndum eru sendir til Úkraínu, segir Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Frakklandsforseti opnar á að senda hermenn í Úkraínu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt paníkfund í París í gær til að æsa upp einstök ESB-ríki til að senda herlið til Úkraínu. Eftir yfirlýsinguna hafa leiðtogar nokkurra ríkja „fullvissað um að svo verði ekki.“ Olaf Scholtz, kanslari Þýskalands og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir munu ekki senda her til Úkraínu.

Dmitry Peskov.

Í Moskvu er illa tekið á móti yfirlýsingum Frakklandsforseta. Politico greinir núna frá því, að Dmitry Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta (á mynd tv.), segi að Nató-hermenn í Úkraínu myndu örugglega leiða til beinna átaka. Peskov segir samkvæmt Politico:

„Þessi lönd verða líka að meta og vera meðvituð um þetta og spyrja sig, hvort það sé í samræmi við hagsmuni þeirra sem og hagsmuni íbúa landa þeirra“

One Comment on “Stríð á milli Nató og Rússlands óhjákvæmilegt ef ráðamenn ESB senda hermenn til Úkraínu”

Skildu eftir skilaboð