64% íbúa í tólf ESB-ríkjum segja stjórnmálakerfið komið í hnút – 10% trúa á sigur Úkraínu

frettinErlent, Evrópusambandið, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í tólf aðildarríkjum ESB segir stjórnmálakerfið komið í hnút eða virka illa í löndum sínum. Einungis tíundi hver trúir því, að Úkraína geti unnið stríðið, samkvæmt könnun Evrópuráðsins um utanríkistengsl (ECFR). Meirihlutinn vill að ESB þrýsti á Úkraínu til að semja við Rússa (sjá pdf að neðan).

Könnunin byggir á svörum frá 17.023 einstaklingum í 12 aðildarríkjum ESB: Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Spáni og Svíþjóð.

Yfirgnæfandi meirihluti – 64% – segir stjórnmálakerfið ónýtt eða verulega gallað í heimalöndum sínu

Einungis 10% telja að Úkraína sigri Rússa

Könnun sýnir að einungis 10% telja að Úkraína vinni stríðið. 37% telja að málamiðlun verði líklegasta niðurstaðan og 19,5% telja að Rússar muni sigra.

ESB á að þrýsta á Úkraínu um að semja frið

64% í Ungverjalandi, 59% í Grikklandi, 52% á Ítalíu, 50% í Rúmeníu og 49% í Austurríki vilja að Evrópusambandið „þvingi“ Úkraínu til að ná samkomulagi við Rússa til að binda endi á stríðið.

Arabar ógn við íbúana

Meirihluti íbúanna líta á araba sem ógn við landið sitt. Sé einungis tekin með þau atkvæði sem tóku afstöðu með eða á móti, þá finnst meirihlutanum einnig það sama um íbúa frá Afríku.

Skýrsluna má lesa og hlaða niður hér að neðan:

Wars-and-elections-How-European-leaders-can-maintain-public-support-for-Ukraine

One Comment on “64% íbúa í tólf ESB-ríkjum segja stjórnmálakerfið komið í hnút – 10% trúa á sigur Úkraínu”

  1. Bandaríski herinn er fyrst og fremst tæki hinna ofurríku til að stjórna heiminum. Tækin eru þrennskonar þ. e. spiritual, financial and military.

Skildu eftir skilaboð