„Hatursglæpur“ á netinu getur varðað lífstíðar fangelsi

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bráðum gætu hatursglæpir á netinu til dæmis „hvatning til þjóðarmorðs“ leitt til lífstíðar fangelsis í Kanada. Hvað telst vera hatur er hins vegar óljóst. Nýtt frumvarp ríkisstjórnar Trudeau er harðlega gagnrýnt af íhaldsflokki landsins.

Kanadaþing mun senn greiða atkvæði um nýtt frumvarp til að takast á við hatur og móðgandi efni á netinu. Í tillögunni eru taldar upp refsingar á afbrotum eins og barnaklámi og einnig refsingar gegn „hatursglæpum.“

Arif Virani, dómsmálaráðherra Kanada.

Dómsmálaráðherrann er skelfingu lostinn gagnvart hættum á netinu

Að sögn dagblaðsins National Post þýða lögin, að sá sem „hvetur til þjóðarmorðs“ gæti verið dæmdur til lífstíðarfangelsis. Hámarksrefsing fyrir „hatursáróður á netinu“ verður einnig aukin.

Arif Virani, dómsmálaráðherra Kanada (sjá mynd t.v.) er einn af aðalmönnunum á bak við nýja frumvarpið. Hann er múslími og segir, að það hatur sem „viðgengst á netinu“ geri fólk róttækt. Virani segist „skelfingu lostinn varðandi þær hættur sem leynast á netinu.“

Hörð andstaða gegn frumvarpinu

Samkvæmt BBC gagnrýnir Íhaldsflokkur Kanada frumvarpið harðlega. Leiðtogi flokksins, Pierre Poilievre, segir að flokkur hans sé alfarið andvígur „pólitískri rétttrúnaðardagskrá Justin Trudeau.“ Poilievre segir ekki ljóst, hvað átt sé við með „hatursorðræðu“ en að mati forsætisráðherrans séu það „yfirlýsingar sem hann hatar.“

One Comment on “„Hatursglæpur“ á netinu getur varðað lífstíðar fangelsi”

  1. ´Hatursglæpur´ verður einungis skilgreindur af guðlausum vinstri-klikkhausum. Þetta er stefnan sem manndjöflarnir eru að móta svo þeir geti stjórnað umræðunni, takmarkað andóf og mótmæli. Það er mjög stutt í það að Kristið fólk verður skilgreint sem ´hatursfullt fólk´ sem ber að fangelsa.

Skildu eftir skilaboð