Kanslari Austurríkis segir af sér eftir aðeins tvo mánuði í starfi

frettinErlent

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, sem sætir rannsókn vegna spillingar, segist ætla að hætta í stjórnmálum.

Innan nokkurra klukkustunda frá tilkynningu Kurz sagði núverandi kanslari, Alexander Schallenberg, af sér eftir aðeins tvo mánuði í starfi.

Alexander Schallenberg er náinn bandamaður Kurz og var utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn. En þar sem Kurz hætti í stjórnmálum og sem leiðtogi þjóðarflokksins sagði Schallenberg að hann myndi segja af sér um leið og nýr flokksforingi yrði tilnefndur og sagði einnig að flokksleiðtogi og kanslari ættu að vera sami maðurinn.

Kurz sem er 31 árs sagði í gær að hann vildi eyða meiri tíma með konu sinni og nýfæddum syni og fullyrti að „nýr kafli væri að hefjast í lífi hans.“

Nýr leiðtogi flokksins gæti verið tilnefndur strax á föstudag en núverandi innanríkisráðherra, Karl Nehammer, sem hefur tekið harða afstöðu í málefnum innflytjenda kemur til greina í starfið, að því er austurrískir fjölmiðlar greindu frá.

Heimild: New York Times.