Íslandsmethafi stendur fyrir friðargöngu barna – ,,siðlaust að sprauta þau með tilraunalyfjum“

frettinInnlendar1 Comment

Martha Ernstsdóttir er ein þeirra sem stendur fyrir friðargöngu fyrir börnin á laugardaginn næsta kl. 16. Gangan fer fram bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Martha er fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa maraþon á Ólympíuleikunum og Íslandsmetin hennar í 5000m, 10000m, hálfu maraþoni og heilu maraþoni standa ennþá. Í dag er starfar hún við ýmislegt svo sem hlaupaþjálfun, sjúkraþjálfun, jógakennslu og höfuðbeina og spjaldhryggjameðferð.

Fréttin.is spurði Mörthu hver tilgangurinn með göngunni væri og hún svaraði:

,,Tilgangur með göngunni er að opna augu fólks fyrir spurningum sem brenna á fólki varðandi að sprauta börn með lyfjum sem eru enn á tilraunastigi og hafa aldrei áður verið notuð á mannfólki og engin langtímagögn eru til um. Engin svör frá stjórnvöldum hafa fengist.

Það er verið að þverbrjóta mannréttindi, það er verið að loka heilbrigt og saklaust fólk inni í stofufangelsi, neyða fólk í sífelldar sýnatökur og krefja það til að bera grímur fyrir vitunum, sem er bæði heilsuspillandi og gagnslaust, til þess eins að fá að taka þátt í daglegu lífi sem hingað til hafa þótt sjálfsögð mannréttindi.

Yfirvöld hafa ákveðið að sprauta börn með tilraunaefni, sem engar langtímarannsóknir eru til um. Ekki er vitað um langtímaáhrif sprautuefnanna, nú þegar hafa komið í ljós alvarlegar aukaverkanir, og má þá nefna hjartavöðvabólgur, gollurshússbólgur, taugakerfisvandamál, m.a. lamanir og hormónatruflanir.

Heila-, tauga- og hormónakerfi barna er á þroskastigi og stórvarasamt að taka áhættu með það. Sama hvernig á það er litið.

Rök yfirvalda fyrir því að það þurfi að sprauta börnin eru að öðrum þræði sú að vernda þau og hins vegar að verja okkur fullorðna fólkið. Með öðrum orðum, að nota börn sem skjöld til að verja fullorðið fólk, það er siðlaus illska sem á ekki að eiga sér stað. Við eigum að verja börnin. Auk þess hefur það sýnt sig að lyfin verja okkur hvorki gegn smiti né veikindum.

Göngurnar hefjast frá Stjórnarráðinu í Reykjavík og frá Akureyrarkirkju kl.16 á morgun. Sjá nánar á facebook.

Þess má geta að á morgun er einnig boðað til mótmæla í helstu borgum Evrópu, Ástralíu og víðar gegn hertum reglum stjórnvalda, svo sem útgöngubanni, skyldubólusetningum, bólusetningapössum o.fl.

One Comment on “Íslandsmethafi stendur fyrir friðargöngu barna – ,,siðlaust að sprauta þau með tilraunalyfjum“”

Skildu eftir skilaboð