U-beygja í skyldubólusetningum heilbrigðisstarfsfólks og félagsfræðinga í Bretlandi

frettinErlent1 Comment

Áætlað er að hætt verði við að skylda heilbrigðisstarfsmenn og félagsráðgjafa í Bretlandi til að fara í Covid bólusetningu samkvæmt dagblaðinu Telegraph. Skyldan átti að taka gildi í apríl n.k.

Ástæðan er sögð vera viðvörun um lamandi áhrif á heilbrigðiskerfið ef áætlunin um skyldubólusetningar gengi eftir þar sem mikill fjöldi heilbrigðisstarfsmanna muni hverfa frá störfum frekar en að fara í sprauturnar.

Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hitti samkvæmt Telegraph, ráðherra í Covid-nefndinni í gærdag til að staðfesta ákvörðunina um þennan mikla viðsnúning ríkisstjórnarinnar.

Þó nokkrir heimildarmenn blaðsins sögðu að búist væri við að ráðherrar myndu hætta við skyldubólusetningar vegna þess að omicron afbrigðið sem nú er ráðandi í Bretlandi væri mildara en fyrri afbrigði.

Aðgerðin kemur í kjölfar viðvarana um að næstum 80.000 heilbrigðisstarfsmenn myndu neyðast til að hætta störfum þar sem þeir hafa ekki farið í bólusetningu.

One Comment on “U-beygja í skyldubólusetningum heilbrigðisstarfsfólks og félagsfræðinga í Bretlandi”

  1. Hér er viðtal við sjúkrahúslækninn Steve James sem varð frægur þegar hann komst á sjónvarpsskjái í beinni útsendingu og svaraði heilbrigðisráðherra um skyldubólusetningar heilbrigðisstarfsmanna. Hann fer hér yfir þá fáránlegu pólitík að það þurfi að bólusetja alla hópa:

    https://www.youtube.com/watch?v=AX1-Ic5toy8&t=3s

Skildu eftir skilaboð