Fjöldabólusetningar gætu valdið yfir 60 milljón umframdauðsföllum – aðeins á árinu 2022

frettinErlentLeave a Comment

The Expose birti, fyrir þremur dögum,  tölfræðilega greiningu á skyndilegum dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma í kjölfar Covid-19 bólusetninga.

Samkvæmt vísbendingum um alvarlegar bólgur í hjarta og núverandi þróun hjartastopps hjá ungum atvinnuíþróttamönnum, er þvi spáð að covid-19 bóluefnin muni valda yfir 62,3 milljónum umfram dauðsföllum árið 2022.

Í skýrslunni kom fram að dauðsföll vegna hjarta- og æðasjúkdóma tvöfölduðust hjá fullbólusettum FIFA leikmönnum og þjálfurum á hverjum ársfjórðungi allt árið 2021. Þessi þróun mun líklega halda áfram allt árið 2022, vegna hjartavöðvabólgu, en hún meira en tvöfaldar hættuna á hjartaáfalli innan fimm ára.

Ef þetta gengur eftir, þá gætu covid-19 bóluefnin, aðeins  á árinu 2022, valdið dauða sem samsvarar tíföldum þeim fjölda sem lést í helförinni. Lækningaofríki nútímans og þvingaðar læknisfræðilegar tilraunir munu láta stjórnartíð Adolfs Hitlers líta vel út í samanburðinum.

Covid-19 bóluefni tvöfalda hættuna á hjartaáfalli

Dr. Steven Gundry hélt ræðu hjá Bandarísku hjartasamtökunum (American Heart Association) í nóvember sl. Hann greindi frá því að covid-19 bóluefni meira en tvöfalda líkurnar á að einstaklingur fái hjartaáfall á fimm ára tímabili.

Þetta mátti sjá vegna alvarlegrar aukningar á mælanlegum breytingum í líkamanum er tengjast bólgumyndun aðeins tveimur mánuðum eftir að annars skammtur af covid-19 bóluefninu er gefinn. Þetta þýðir að skaðinn af völdum covid-19 bólusetninga kemur ekki að fullu fram fyrr en eftir nokkur ár. Með endurteknum skömmtum munu þessar bólgur aðeins aukast og valda álagi á hjörtu ungs fólks. Bólga í hjartavöðva er ekki væg; ef hjartað verður fyrir mjög miklu álagi getur einstaklingurinn farið í hjartastopp. Þetta er ástæðan fyrir því að skyndilegum hjartatilvikum hefur fjölgað upp úr öllu valdi hjá ungum íþróttamönnum.

Tölfræði sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma fjölgaði á hverjum ársfjórðungi allt árið 2021, sem bendir til þess að skemmdir af völdum bóluefnanna margfaldist eftir því sem líður á. Dauðsföllum FIFA atvinnumanna í knattspyrnu fjölgaði úr þremur dauðsföllum á fyrsta ársfjórðungi 2021 í átta dauðsföll á öðrum ársfjórðungi. Dauðsföllin jukust svo gríðarlega á þriðja og fjórða ársfjórðungi, 16 dauðsföll og svo 40 dauðsföll á hvorum ársfjórðungi, í þessari röð. Þetta er þróun andláta í aðeins einni íþróttagrein. Þegar þessar tölur hafa verið framreiknaðar yfir á heilbrigða hópa íþróttamanna og virka unga fullorðinna einstaklinga verður tíðni hjartastopps og andláta að stærðargráðu helfarar.

En það munu ekki allir deyja. Marga mun nást að endurlífga, en sumir íþróttamenn eru svo skaðaðir af bóluefnunum að þeir munu aldrei geta stundað aftur íþróttir. Dæmi um þetta er Sergio Aguero, leikmaður Barcelona sem hné niður á vellinum. Hann mun aldrei geta spilað atvinnumannafótbolta aftur. Þrjátíu og einn annar knattspyrnumaður hné niður árið 2021, en þá tókst EKKI að endurlífga.

Síðan 2009 hafa dauðsföll FIFA leikmanna og þjálfara verið að meðaltali 7,8 dauðsföll á ári. Eftir bólusetningarnar hafa orðið fjórfalt fleiri dauðsföll! Þá voru sjö dauðsföll í desembermánuði einum - meira en meðalfjöldi allra dauðsfalla fyrir dæmigert ár.

Margfaldar helfarir eru handan við hornið ef haldið verður áfram með fjöldabólusetningar

Samkvæmt John Hopkins háskólanum hafa um það bil 51,6% jarðarbúa verið tvíbólusettir. Að meðaltali deyja 8,9 milljónir árlega í heiminum vegna hjartastopps. Fyrir 50% jarðarbúa sem eru óbólusettir, myndi fjöldi slíks hjartastopps haldast stöðugur og verða um 1,1125 milljónir andláta á hverjum ársfjórðungi. Hins vegar, fyrir 50% jarðarbúa sem eru fullbólusettir, gæti þetta hlutfall farið upp í 2,225 milljónir á ársfjórðungi, í samræmi við tvöfalda hættu á hjartaáfalli sem þegar er að sjást hjá þeim sem hafa verið tvíbólusettir. Ef veldishækkun dauðsfalla ungra knattspyrnumanna mun einnig eiga við um aðra unga og virka jarðarbúa sem hafa verið tvíbólusettir, þá gæti tíðni hjartaáfalla tvöfaldast í HVERJUM ársfjórðungi hjá þessum hópi bólusettra.

Samkvæmt greiningunni gætu 8,9 milljónir árlegra dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma aukist í 71,2 milljónir, sem er gríðarleg fjölgun upp á 62,3 milljónir dauðsfalla. Auðvitað er þetta bara greining á dauðsföllum vegna hjartaáfalla eftir covid-19 bólusetningu. Þessar tölur reikna þó ekki með fjölda dauðsfalla af völdum bóluefnisáunnins sjálfsónæmisbrestsheilkennis (VAIDS). Sýnt hefur verið fram á að bóluefnin skaða frumumiðlaða og slímmiðlaða ónæmissvörun, sem gerir bólusetta næmari fyrir sýkingum í framtíðinni. Þar að auki er ekki inni í þessum tölum sú óumflýjanlega taugahrörnun af völdum bólgupróteina í bóluefninu. Þar sem bólga er undanfari langvinns sjúkdóms gætu bóluefnin leyst úr læðingi margar Helfarir vegna ýmissa læknisfræðilegra vandamála eins og hjartaáfalla, ónæmisbrests og krabbameina.

Heimild

Skildu eftir skilaboð