Facebook hefur verið undanfarna daga verið að banna hópa sem tengjast hinni friðsælu en öflugu kanadísku flutningabílalest. Sama má segja með hvers kyns hópa sem vinna að því að skipuleggja bandarísku bílalestina sem ætlunin er að fari af stað fljótlega.
Það vekur athygli að Facebook gengur langt til að banna þessa hópa en gerði hins vegar ekkert til að banna t.d. Black Lives Matter hópana sem skipulögðu m.a. að brenna niður borgir fyrir nokkrum árum.
Vegna þessara lokana hafa flutningabílstjórar stofnað hópa á Gab til að eiga samskipti við heiminn meðan á mótmælunum stendur.
Þá er hægt að ganga í hóp kanadísku flutningabílalestarinnar hér sem er með umfjöllun frá fólki sem er á staðnum og hér til að finna bandaríska hópinn American Freedom Convoy.
Gab virðist eini samfélagsmiðillinn í dag þar sem fólk getur fundið réttar upplýsingar um þessi friðsælu og miklu mótmæli og rauntímauppfærslur frá þeim sem eru viðstaddir.
Gab er ört stækkandi óháður miðill sem kostaður er af meðlimunum sjálfum. Milljónir manna nota Gab daglega. Það kostar ekkert að stofna aðgang og taka þátt.