Móðurfyrirtæki Facebook, Meta, tilkynnti á miðvikudag að það hefði misst um eina milljón daglegra og virkra notenda á síðasta ársfjórðungi.
Þetta er í fyrsta sinn sem notendum fækkar hjá Facebook.
Eftir tilkynninguna féllu hlutabréf Meta um meira en 20 prósent, samkvæmt The Wall Street Journal og ækkaði markaðsvirði fyrirtækisins yfir 200 milljarða dollara.
Forstjórinn Mark Zuckerberg tapaði sjálfur 29 milljörðum dollara á lækkuninni.
Ástæðan fyrir fækuninni er óljós en ritskoðun hefur verið áberandi og aukist jafnt og þétt hjá Facebook undanfarin ár. Hefur hún takmarkað mjög það gagn sem notendur geta haft af miðlinum.