Ríkisstjóri Iowa, Kim Reynolds, tilkynnti í gær fimmtudag að hún ætlaði að láta „Neyðaryfirlýsingu vegna lýðheilsuhamfara“ sem gilt hefur vegna COVID-19 renna út án framlengingar þann 15. febrúar n.k.
Neyðaryfirlýsingin var fyrst gefin út 17. mars 2020, til að heimila heilsufarsráðstafanir á fyrstu stigum COVID-19 heimsfaraldursins.
Ríkisstjórinn sagði: „Við getum ekki haldið áfram að víkja til hliðar settum lögum ríkisins og meðhöndla COVID-19 sem lýðheilsuneyðarástand um óákveðinn tíma. Eftir tvö ár er það ekki lengur framkvæmanlegt eða nauðsynlegt. Flensan og aðrir smitsjúkdómar eru hluti af daglegu lífi okkar og hægt er að stjórna kórónaveirunni á svipaðan hátt“
„Ríkisstofnanir munu nú meðhöndla COVID-19 sem hluta af venjulegum daglegum starfsskyldum og endurúthluta fjármagni sem eingöngu hefur verið tileinkað viðbragðsátakinu við COVID til að þjóna öðrum mikilvægum þörfum Iowa búa,“ sagði ríkisstjórinn í yfirlýsingu.
Tvær vefsíður ríkisins sem birt hafa COVID-19 gögn verða teknar úr notkun þann 16. febrúar 2022.
Yfirlýsing ríkisstjóra Iowa