Fréttin hefur verið uppfærð:
Fyrirtækið GoFundMe tilkynnti á fimmtudag að það hefði lokað á söfnun fyrir flutningabílstjórana í Kanada sem mótmæla ofríki og kúgun stjórnvalda. Bar GoFundMe fyrir sig að brotið hefði verið gegn skilmálum söfnunarinnar og vísaði til þess að „friðsamlegu mótmælin væru orðin að hernámi.“
Fyrirtækið ákvað hins vegar að endurgreiða ekki sjálfkrafa þeim sem lagt höfðu fé í söfnunina heldur gefur það þeim frest til að leggja fram beiðni um endurgreiðslu til 19. febrúar 2022. Komi ekki fram beiðni um endurgreiðslu ætlar GoFundMe að eigna sér féð og gefa það til góðgerðarmála sem það sjálft viðurkennir.
GoFundMe hefur verið sakað um að hafa einfaldlega ákveðið að stela söfnunarfénu og ganga erinda stjórnvalda í Kanada sem reynt hafa að sverta mótmælendur og leysa upp mótmæli þeirra með ýmsum ráðum. 10 milljónir (1,3 milljarður kr.) höfðu safnast áður en lokað var.
Milljarðamæringurinn Elon Musk sem stutt hefur flutningabílstjórana í Kanada sagði GoFundMe vera ekkert annað en „atvinnuþjófa“ og benti á hrópandi hræsnina hjá GoFundMe sem studdi CHAZ CHOP hernámið sem átti sér stað í Seattle árið 2020 þrátt fyrir morð sem þá voru framin.
Í gær var opnuð ný söfnun á GiveSendGo.com og þar hafa nú þegar safnast 800.000 dollarar. Söfnunarsíðan hefur verið undir gríðarlegu álagi frá því söfnun fór þar af stað og síðan dottið niður tímabundið. Fólk hefur því verið beðið um að sýna þolinmæði, en unnið er að því að auka afkastagetu síðunnar.
Opnuð hefur verið ný söfnun á GiveSendGo.com
Uppfært kl. 17:40
Vegna mikilla andmæla hefur GoFundMe fallið frá skilyrðinu um að að fólk þurfi að sækja um endurgreiðslu svo gjafaféð yrði endurgreitt. Kveðst fyrirtækið nú ætla að endurgreiða öllum innan 7-10 daga.