Verðlaunafréttakonan Lara Logan hættir á Twitter, Instagram og Facebook

frettinErlentLeave a Comment

Emmy-verðlaunafréttakonan Lara Logan tilkynnti á fimmtudag að hún ætlaði að yfirgefa vettvang vinstrisinnuðu tæknirisanna Twitter, Facebook og Instagram. Segist hún ekki geta lengur „með góðri samvisku lagt sitt af mörkum til vettvangs sem vegsamar og upphefur sig á kostnað barna sem þeir misnota vísvitandi."

Þá sagði hún: „Að uppgötva nýlega að dýr séu misnotuð/beitt kynferðislegu ofbeldi ásamt börnum var áfall.“

„Ég hafði ekki hugmynd um að verið væri að ýta undir svona siðspillta hugmyndafræði á þessum mælikvarða eða þær lævísu leiðir sem notaðar eru til að gera hið versta í mannkyninu sem eðlilegt, kynnt og vegsamað af sama vettvangi og ritskoðar tjáningarfrelsi flutningabílstjóra, lækna, náttúrufræðinga, bóluefnaskaðaðra og svo framvegis“ bætti Logan við. „Þetta er rangt."

Undanfarin ár hafa stór tæknifyrirtæki eins og þau sem Logan benti á staðið í ströngu vegna ásakana um að standa fyrir vettvangi þar sem viðkvæmu efni af börnum er dreift og finna má efni um mansal.

Í maí sl. reyndi Twitter að fá frávísað frá dómi málsókn varðandi dreifingu barnaklámsefnis sem fórnarlamb undir lögaldri höfðaði gegn fyrirtækinu. Vísaði Twitter til verndar sem slík fyrirtæki hafa fengið samkvæmt bandarískum lögum. Ákvæðið er umdeilt en hefur verndað tæknirisana þó þeir láti fyrir farast að fjarlægja ólöglegt efni af miðlum sínum.

Lara Logan er fyrrverandi yfirmaður hjá CBS News og fréttaritari í þættinum 60 Minutes. Hún vakti athygli árið 2019 þegar hún ásakaði meginstraumsfjölmiðlana um að reyna ekki að vera hlutlægir og þá líkti hún sumum blaðamönnum við „aðgerðasinna“ og „áróðursmeistara.“

Þá hefur hún látið hafa eftir sér að „fjölmiðlar séu alls staðar að mestu frjálslyndir/vinstri sinnaðir, það sé ekki bara í Bandaríkjunum. En í Bandaríkjunum væru 85% blaðamanna skráðir demókratar - það er bara staðreynd.“

Heimild

Skildu eftir skilaboð