Rauði Krossinn í Austurríki hefur ákveðið að draga sig út úr átakinu „Bólusetning Austurríkis“ og hætta þar með að vinna með stjórnvöldum í landinu að bólusetningum.
Gerry Foitik, forstjóri Rauða krossins, sagði þetta skýrt í innanhúsbréfi á miðvikudag sem aðgengilegt er í dagblaðinu Wochenblick. Líkt og fleiri hafa gert greindi Rauði Krossinn frá áhyggjum af skyldubólusetningu. Það sé sífellt meiri réttaróvissa og hætta er á áralöngum lagadeilum í heilbrigðis-, félags- og umönnunargeiranum fyrir þá aðila sem ætla sér að þvinga fólk í bólusetningar.
Ríkisstjórn landsins er sífellt að missa stuðning í landinu og fleiri og fleiri eru að hverfa frá og nú er það Rauði Krossinn. En hvers vegna núna hefur verið spurt. Ástæðan gæti verið sú að forstjórinn Foitik, sem áður var öfgamaður og þekktur fyrir furðuleg grímuviðtöl sín, hefur áhyggjur af lagalegum afleiðingum nauðungarbólusetningar.
Rauði Krossinn var ábyrgur fyrir herferðinni „Bólusetning Austurríkis“ sumarið 2021. Nú hins vegar verður heimasíðunni og öllum samfélagsmiðlum sem notaðir hafa verið skilað til stjórnvalda.
Fyrirsjáanleg er mikil réttaróvissa í Austurríki vegna skyldubólusetninga stjórnvalda og fyrirsjáanlegar eru áralangar lagadeilur fyrir heilbrigðis-, umönnunar- og félagsgeirann um allt Austurríki. „Því sem nær dregur að skyldubólusetningin komi til framkvæmda, þeim mun meiri áhyggjur hafa menn af því að hana sé ekki hægt að réttlæta með nokkru móti.
One Comment on “Austurríki: Rauði Krossinn dregur sig út úr bólusetningaherferðinni”
Þetta reyndi Svandís á Íslandi, skyldubólusetning. VG öfgaflokkur sem stendur ekki fyrir neitt nema öfgar og vitleysu. Megi allir þeir ráðherrar sem studdu þá geðveiki hafa skömm af