Borgarstjóri Ottawa lýsir yfir neyðarástandi vegna ,,hersetu“ mótmælenda

frettinErlent1 Comment

Jim Watson, borgarstjóri Ottawa, lýsti í dag yfir neyðarástandi til að takast á við fordæmalausa 10 daga „hersetu“ flutningabílstjóra og stuðningsmanna þeirra sem hafa lokað stórum hluta höfuðborgarinnar.

„Að lýsa yfir neyðarástandi endurspeglar þá alvarlega hættu og ógn við öryggi íbúa sem yfirstandandi mótmæli valda og undirstrikar þörfina fyrir aðstoð frá öðrum lögsögum og stjórnsýslustigum,“ sagði borgarstjórinn í yfirlýsingu.

Watson, sem kvartaði yfir því fyrr um daginn að mótmælendur væru fleiri en lögreglumenn og stjórnuðu ástandinu, veitti ekki upplýsingar um hvaða ráðstafanir hann gæti beitt.

„Frelsisbílalestin“ hófst sem hreyfing gegn skyldubólusetningum í Kanada fyrir vöruflutningabílstjóra sem þurfa að fara yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna en hefur breyst í samkomustað gegn sóttvarnarráðstöfunum og ríkisstjórn Justin Trudeau forsætisráðherra.

Reuters

One Comment on “Borgarstjóri Ottawa lýsir yfir neyðarástandi vegna ,,hersetu“ mótmælenda”

Skildu eftir skilaboð