Pamela Anderson hættir á samskiptamiðlum

frettinErlentLeave a Comment

Leikkonan Pamela Anderson hefur lýst því yfir að hún sé hætt á samfélagsmiðlunum Twitter, Instagram og Facebook.

Í dag eru samfélagsmiðlar orðnir órjúfanlegur hluti af lífi fræga fólksins til að kynna kvikmyndir og þáttaraðir og tengjast aðdáendum sínum. Miðlarnir eru þannig eitt mikilvægasta samskiptatæki þeirra frægu.

Pamela Anderson hefur verið nokkuð virk á samfélagsmiðlum eins og Instagram, Twitter og Facebook. En í síðustu færslu sinni á Instagram gaf hún upp ástæðuna fyrir því að hún hafi ákveðið að hætta á samfélagsmiðlum.

Hún skrifaði: „Ég hef aldrei haft áhuga á samfélagsmiðlum og núna er ég komin á þann stað í lífinu að ég sæki innblástur í lestur og með því að vera úti í náttúrunni. Ég er frjáls.“ Þá þakkaði hún aðdáendum sínum enn frekar og skrifaði: „Takk fyrir ástina. Blessun til ykkar allra. Vonandi öðlist þið styrk og innblástur til að finna tilgang í lífinu.“

Baywatch stjarnan bætti því við hvað samfélagsmiðlar hafi slæm áhrif og skrifaði: „Það er það sem ÞEIR vilja og geta gert til að græða peninga og ná stjórn á heilanum í ykkur.“

Skildu eftir skilaboð