Forsetinn fullyrti að bóluefnin gætu aukið líkur á alnæmi – Hæstiréttur rannsakar

frettinErlentLeave a Comment

Hæstiréttur Brasilíu hóf í desember sl. rannsókn á ummælum Jair Bolsonaro forseta þar sem hann fullyrti að Covid-19 bóluefni gætu aukið líkurnar á því að fá ónæmissjúkdóminn alnæmi. Engar nýjar fréttir hafa borist af rannsókninni.

Ummælin sem skrifuð voru á Facebook í beinni útsendingu í október, urðu til þess að Facebook og YouTube lokuðu tímabundið á forsetann samkvæmt reglum þeirra um „falsfréttir.“

Forseti Brasilíu hefur lýst efasemdum sínum um virkni Covid bóluefnanna og stendur nú þegar frammi fyrir sérstakri rannsókn á viðbrögðum hans við heimsfaraldrinum.

Í beinni útsendingu 24. október hélt Bolsonaro því fram að fregnir „bendi til þess að fólk sem er að fullu bólusett gegn Covid-19 þrói með sér ónæmissjúkdóminn alnæmi mun hraðar en búist var við.“  Fullyrðingu forsetans hefur verið hafnað af vísindamönnum og heilbrigðisstarfsfólki.

Bolsonero sem hefur neitað að láta bólusetja sig sjálfur, hefur varið ummælin og haldið því fram að hann hafi einfaldlega verið að vitna í grein í tímariti.

Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes úrskurðaði að Bolsonaro hefði „hefði nýtt sér aðferð til að deila miklum fjölda upplýsinga á samfélagsmiðlum" sem kallaði á frekari rannsókn.

BBC sagði frá.

Í júlí 2020 lokuðu bæði Facebook og Twitter aðgangi hjá helstu fylgjendum forsetans samkvæmt dómsúrskurði, meðal annars hjá fyrrverandi þingmanninum Roberto Jefferson.

Skildu eftir skilaboð