Frá og með kl. 12:01 á mánudaginn næsta mun fylkið Saskatchewan í Kanada ekki lengur krefjast bólusetningapassa eða neikvæðra COVID-19 prófa í fyrirtækjum, vinnustöðum eða á öðrum opinberum vettvangi.
„Sönnun fyrir bólusetningu hefur verið áhrifarík stefna, en skilvirknin hefur runnið sitt skeið,“ sagði Scott Moe, fylkisstjóri Saskatchewan, í fjölmiðlatilkynningu í dag.
„Ávinningurinn er ekki lengur meiri en kostnaðurinn. Það er kominn tími til að leysa deiluna um bólusetningu í fjölskyldum okkar, í samfélögum okkar og í fylkinu okkar. Það er kominn tími til að krafan um að sýna fram á bólusetningu falli niður.“
Eina sóttvarnarreglan sem fellur ekki niður alveg strax er grímuskylda í almenningsrýmum innandyra, hún mun gilda til loka febrúar. Sú regla verður líklega ekki framlengd.
Frá því í október hefur íbúum Saskatchewan verið gert að sýna bólusetningapassa til að komast inn á bari, veitingastaði, leikhús og fleiri staða, eða sýna neikvætt COVID-19 próf.
Moe lagðist upphaflega gegn því að taka upp slíkt kerfi sl. haust og sagði það búa til „tvær stéttir“ borgara, en snérist síðan hugur.
Fylkisstjórinn sagði einnig að bóluefnin vernduðu ekki gegn Omicron smiti.