Joe Rogan fær 100 milljón dollara tilboð frá Rumble

frettinErlentLeave a Comment

Kanadíska myndbandaveitan Rumble hefur boðið Joe Rogan 100 milljón dollara samning til að ganga til liðs við veituna í von um að ná þessum vinsæla hlaðvarpara frá Spotify.

Við stöndum með þér, gestum þínum og óteljandi aðdáendum í von um alvöru samtal. Því  viljum við bjóða þér 100 milljón ástæður til að gera heiminn að betri stað, skrifaði forstjóri Rumble, Chris Pavlovski, í færslu sem deilt var á Twitter í gær.

Hvað með að þú komir með alla þína þætti, bæði gamla og nýja, án nokkurrar ritskoðunar, fyrir 100 milljónir dollara á fjórum árum? Þetta er tækifæri okkar til að bjarga heiminum. Og já, þetta er algjörlega lögmætt.

Tilboðið frá Rumble:

Skildu eftir skilaboð