Mótmælendur stífla fjölförnustu leið milli Kanada og Bandaríkjanna annan daginn í röð

frettinErlent1 Comment

Mótmælendur í Kananda hafa annan daginn í röð stíflað umferð yfir ,,Sendiherrabrúna (Ambassador bridge), sem er fjölfarnasta alþjóðlega landamærastöðin í Kanada og ein helsta leiðin fyrir flutningabíla til að ferðast milli Kanada og Bandaríkjanna. Brúin liggur frá Detroit í Michigan til Windsor í Ontario.

Fjöldi farartækja hafa lokað svæðinu í kringum brúna í samstöðu með baráttu ,,Frelsislestarinnar í Ottawa og mótmælendum í öðrum hlutum Kanada.  En ,,Frelsislestin hefur heitið því að vera höfuðborginni Ottawa þar til skyldubólusetningu, grímuskyldu og öðrum takmörkunum verður aflétt.

Lögreglan biður fólk að forðast svæðið sem hefur verið stíflað síðan síðdegis á mánudag.

Heimild.

One Comment on “Mótmælendur stífla fjölförnustu leið milli Kanada og Bandaríkjanna annan daginn í röð”

Skildu eftir skilaboð