Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes fjarlæðgi grein um grímur og skólabörn eftir að hún komst á flug eftir deilingu á Twitter.
Greinin, sem hefur verið vistuð hér, var skrifuð var af Zak Ringelstein, kennara og sérfræðingi í skóla-og menntamálum, sem fullyrti, að neyða skólabörn til að vera með andlitsgrímur valdi sálrænum skaða.
Ringelstein sem er með doktorsgráðu í kennslufræðum frá Columbia háskólanum segir frá því að hann hafi verið að vinna hörðum höndum að því að afnema stöðluð próf/samræmd próf úr skólum, en að sú vinna hafi farið úr skorðum þegar heimsfaraldurinn hófst og „hafi breytt bandaríska opinbera menntakerfinu í eitthvað óþekkjanlegt: kerfi með takmarkanir og skyldur sem er miklu meira þrúgandi en stöðluð próf hafa nokkru sinni verið, fyrr eða síðar. .”
Ringelstein gagnrýndi harðlega þá staðhæfingu að „börn væru seig“ og geti sigrast á íþyngjandi sóttvarnarreglum sem lagðar eru á þau og fullyrti að: „grímur og nándartakmarkanir valdi áföllum, og að áföll á unga aldri væru skaðleg þroskanum, sérstaklega fyrir börn sem verða einnig fyrir áföllum af öðrum örsökum í lífinu."
Ringelstein gekk lengra og sagði að nýju ráðstafanirnar hafi leitt til sundrungar í kennslustofum sem væru fullar af einmana börnum.
„Nemendur í flestum bandarískum kennslustofum verða að hylja andlít sín og halda fjarlægð frá jafnöldrum allan skóladaginn. Í mörgum skólum neyðast nemendur til að leika sér einir í frímínútum. Jafnvel fyrir yngstu skólabörnin eru skrifborð í röðum. Börnin geta ekki séð bros félaga sinna eða lært mikilvæga félagslega færni.
Í þessu samhengi er vert að rijfa upp að sóttvarnalæknir Íslendinga mælti fyrir síðustu áramót með því að skylda börn niður í 6 ára aldur til að vera með grímur, nokkuð sem ráðherrann samþykkti ekki.