Grínisti hnígur niður – var að hæðast að ,,samsæriskenningum“ um bóluefni

frettinErlent1 Comment

Grínistinn Heather McDonald er á batavegi eftir að hafa hrunið niður á sviðinu á laugardag á skemmtistað í Arizona og höfuðkúpubrotnað.

McDonald var að hæðast af ,,samsæriskenningum" um bóluefni, sagðist vera búin að fá þrjá skammta af tilraunabóluefni, flensusprautu o.fl., en fengi enn tíðarblæðingar, væri búin að ferðast mikið, hitt fult af fólki og aldrei fengið Covid og að Jesú hlyti að elska hana mest allra. "So nice, so nice," sagði hún... og hrundi niður í gólfið. Áhorfendur virtust telja fall grínistans hluta af gríninu og skellihlógu (en skyndilegum yfirliðum á sviði og víðar hafa aukist nokkuð undanfarið), en ekki var um grín að ræða.

McDonald, 51 árs, hafði verið á sviðinu í um það bil þrjár mínútur þegar en hún hneig niður og hlaut höfuðkúpubrot, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni.

Í þriðjudagsþætti "Juicy Scoop" hlaðvarpinu sagði McDonald að allar rannsóknir sem gerðar voru á henni á sjúkrahúsinu hafi skilað jákvæðum niðurstöðum.

„Þeir könnuðu allt aftur og aftur og nú er ég bara að jafna mig eftir að hafa fengið heilahristing,“ sagði McDonald. „Síðan var ég með höfuðkúpubrot, beint aftan á höfðinu, sem olli blæðingum, en síðan sýndi CAT-skönnun morguninn eftir að það var þegar farið að lagast að sjálfu sér.“

Hér má sjá atriðið á sviðinu:

One Comment on “Grínisti hnígur niður – var að hæðast að ,,samsæriskenningum“ um bóluefni”

Skildu eftir skilaboð