Ásgeir Haraldsson og Daníel Sigurðsson
Eftir Daníel Sigurðsson verkfræðing (Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9.2.2022):
Bólusetning barna
„Líklega hafa bæði sænsk og norsk heilbrigðisyfirvöld hlustað betur en þau íslensku á varnaðarorð hinna 17 þúsund lækna og lýðheilsuvísindamanna.“
Það voru ekki slæmar fréttir sem birtust nú í vikunni sem leið að fremur dræm mæting hafi verið í bólusetningu barna 5-11 ára í Laugardalshöll. Alla vega ekki með tilliti til varnaðarorða 17 þúsund lækna og lýðheilsuvísindamanna, hvaðanæva úr heiminum, sem nýlega hafa birt undirritaða yfirlýsingu þess efnis að alls ekki ætti að bólusetja börn með þessum gena-bóluefnum.
Þessi dræma þátttaka sýnir að meirihluti foreldra barnanna lætur ekki nýlega birta skoðanakönnun um að þrír af hverjum fjórum landsmanna séu hlynntir bólusetningu smábarna blekkja sig. Þessi skoðanakönnun er vitnisburður um smithræðslu þeirra eldri og barnlausu sem virðast standa í þeirri meiningu að þeir séu framtíðin en ekki börnin.
Jákvæð verður líka að teljast nýleg frétt þess efnis að aðeins 20-30% hafi mætt í svonefndan örvunarskammt enda orðið deginum ljósara að bóluefnin virka ekki gegn ómíkron-afbrigðinu sem nú er allsráðandi. Meira að segja Pfizer viðurkennir þetta með yfirlýsingu á dögunum um að fresta beri örvunarskammti því betra bóluefni gegn ómíkron-afbrigði veirunnar sé væntanlegt með vorinu, auk nýs lyfs til meðferðarúrræðis gegn Covid.
Svíþóð slæm fyrirmynd að mati Ásgeirs Haldórssonar læknis
Svíþjóð er slæm fyrirmynd, að mati Ásgeirs Haraldssonar, yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins (sjá grein hans í Mbl. 1. þ.m.).
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa tilkynnt að þau mæli gegn bólusetningu barna yngri en tólf ára, enda eigi þau lítt á hættu á að veikjast alvarlega.
Ásgeir telur varhugavert að taka Svía til fyrirmyndar í sóttvarnaaðgerðum og bendir á að dánartíðnin þar sé tífalt hærri en á Íslandi. Þessi staðhæfing er því miður gott dæmi um það hvernig sumir leyfa sér að villa um með tölfræði, því þrátt fyrir þennan tífalda mun er dánartíðni meirihluta ríkja í Evrópu svipuð eða hærri en í Svíþjóð, sem er með um 1.500 dauðsföll per milljón. Það þarf ekki annað en að fara inn á Wikipedia til að sjá tölurnar. Má þar nefna ríki eins og Bretland (2.301), Frakkland (1.998), Ítalíu (2.370), Þýskaland (1.408), Lúxemborg (1.501), Belgíu (2.450), Sviss (1.459), Pólland (2.789) og Ungverjaland (4.304) svo eitthvað sé nefnt.
Látið er í veðri vaka að Svíþjóð sé eina Norðurlandaþjóðin sem geldur þennan varhug varðandi börnin. Svo er ekki því norsk stjórnvöld hafa nýlega tekið þá ákvörðun að gefa ekki út opinber tilmæli um að bólusetja börn í þessum aldurshópi, 5-11 ára, nema til afmarkaða hópa eins og barna með undirliggjandi sjúkdóma og mjög skert ónæmiskerfi sem þurfi því að taka „áhættuna af sprautunni“, eins og það er orðað.
Líklega hafa bæði sænsk og norsk heilbrigðisyfirvöld hlustað betur en þau íslensku á varnaðarorð hinna 17 þúsund lækna og lýðheilsuvísindamanna sem getið er um hér að framan.
Ísland slæm fyrirmynd, ekki Svíþjóð
Að þessu leyti er það Ísland sem er slæm fyrirmynd, ekki Svíþjóð.
Franska læknaakademían mælti gegn bólusetningu heilbrigðra barna. Finnska lýðheilsustofnunin tók sömu afstöðu, ráðgjafarnefnd breskra stjórnvalda sömuleiðis.
Ekkert heilbrigt barn, 5-11 ára, hefur látist úr Covid-19 í Þýskalandi, 85 milljón manna þjóð, samkvæmt rannsókn sem birt var í desember síðastliðnum, og alvarleg veikindi eru nær óþekkt.
One Comment on “,,Ísland er slæm fyrirmynd ekki Svíþjóð“”
Eitursprautu glæpaliðinu er sama um börnin!