Yfirvöld í kanadísku héruðum Quebec, Alberta og Saskatchewan hafa gefið til kynna að þau séu tilbúin að létta á Covid-19 höftum, nú þegar mótmæli ,„Frelislestarinnar“ hafa staðið yfir stanslaust í 12 daga.
Í gær tilkynnti fylkisstjóri Saskatchewan að flestar takmarkanir myndu falla niður á mánudaginn næsta.
Mótmælendur hafa meðal annars lokað fjölförnustu leið milli Kananda og Bandaríkjanna, Ambassador brúnni, sem liggur frá Michigan til Ontario.
Ákvörðunin viðist hafa verið tekin þrátt fyrir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi talað um vöruflutningabílstjórana sem „hakakross-veifara“ í neyðarumræðum í neðri deild þingsins á mánudagskvöld.
Trudeau gaf þá út harðorða viðvörun um að mótmælin yrðu að hætta en eftir að flutningabílstjórar sem meðal annars hafa lamað höfuðborgina sýndu engin merki um að hlýða, virtist forsætisráðherrann hafa dregið í land.
Forsætisráðherrann sagðist þá skilja „hversu svekktir allir væru“ og að „sú stund væri að renna upp sem við getum farið að slaka á höftum“. En hann sagði þó ekki hvenær takmörkunum yrði aflétt þrátt fyrir að yfirvöld nokkurra fylkja hafi þegar gert ráðstafanir til að aflétta aðgerðum.
Vert er að rifja upp að þegar mótmælin voru við það að hefjast sagði Trudeau að bílstjórarnir væru lítill jaðarhópur sem endurspeglaði ekki skoðanir kanadísku þjóðarinnar. Stuttu síðar var hann flúinn ásamt fjölskyldunni af heimili sínu og nú virðist sem mómælendur séu að ná markmiði sínu en þeir höfðu heitið því að yfirgefa ekki borgina fyrr en skyldubólusetningum og öðrum takmörkunum yrði aflétt.
2 Comments on “Sigur kanadísku ,,Frelsislestarinnar“? – Fleiri fylki boða afléttingar”
Magnað
Flott.