Heilbrigðisráðherra Færeyja – ,,enginn hefur dáið vegna Covid í Færeyjum“

frettinErlent3 Comments

Blaðamenn Fréttarinnar heimsóttu frændur okkar í Færeyjum um síðustu helgi, aðallega til að forvitnast um ástandið þar og hvernig Færeyingar hafa tekist á við faraldurinn.

Færeyingar aflétta í þremur skrefum; fyrsta skrefið var 1. febrúar, annað um miðjan mánuð og svo loks að fullu þann 28. febrúar.

Engin lagasetning, aðeins ráðleggingar

Færeyingar gerðu aldrei ráðstafanir vegna faraldursins með lagasetningu, heldur voru sett fram tilmæli og treyst á vilja og ábyrgð borgaranna. Ætlunin var að þingið myndi setja samskonar ákvæði í farsóttarlög og höfðu verið samþykkt í Danmörku í mars 2020, sem gáfu lögreglunni aukin völd (Færeyjalögreglan er enn dönsk), en eftir talsverðar umræður ráðherra ríkisstjórnarinnar var ákveðið að leggja ekki frumvarpið fram á Lögþinginu heldur halda eldri lögunum óbreyttum.

Undantekning frá þessari nálgun er vegna landamæra Færeyja en þau eru undir danskri lögsögu. Aðgerðir Færeyinga hafa því nánast eingöngu byggst á tilmælum og frjálsum vilja borgaranna.

Eina tilvikið þar sem stjórnvöld notuðu lög (ekki farsóttarlög) var til að stýra veitingastöðum og börum að loka kl. 23 á kvöldin, en svo reyndist ekki lagaheimild fyrir því.

Tími til að lifa eðlilegu lífi á ný

Heilbrigðisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra, Kaj Leo Johannesen, bauð blaðamönnum Fréttarinnar í kaffi og veitti þeim viðtal.

Hann var fyrst spurður að því hvers vegna ákveðið hafi verið að aflétta takmörkunum þrátt fyrir fjölda smita.

Ráðherrann svaraði því að það væru komin tvö ár af takmörkunum, meirihluti þjóðarinnar yfir 12 ára væri bólusettur og að tilkoma omicron hafi verið jákvæð þróun.

Tekin hafa verið um 800 þúsund sýni og nú væri tími til að lifa eðlilegu lífi á ný. Fá sýni hafi verið tekin á börnum 5-11 ára, það hafi verið í boði en eftirspurnin lítil. ,,Almennt séð erum við sátt við aðgerðirnar og afléttingarnar, það er gott að lifa eðlilegu lífi á ný, þetta hefur áhrif á börnin. Börn þurfa að vera með hvert öðru þegar þau er að þroskast, þau þurfa félagslíf," sagði Kaj Leo.

Enginn hefur dáið vegna Covid

Börnin hafa ekki verið veik, þau sleppa vel, sagði ráðherrann. Einn eða tveir eru á spítala þessa dagana en enginn á gjörgæslu. Þeir sem hafa farið á spítala í tæka tíð hafa sloppið vel. Við vorum mest með fjórir til fimm á gjörgæslu á einhverjum tímapunkti en það voru oftast sjúklingar sem voru inni vegna annarra sjúkdóma en greindust með Covid á sjúkrahúsinu.

Enginn hefur dáið vegna Covid, við segjum hér að sjúklingar deyi með Covid, þeir greinast jákvæðir fyrir Covid þegar þeir eru í raun að deyja af öðrum sjúkdómum. Það er mjög erfitt að segja nákvæmlega til um það úr hverju fólk deyr ef ekki fer fram krufning, sagði ráðherrann meðal annars.

20 Covid dauðsföll hafa þó verið skráð í Færeyjum og dánarorsök virðist því skráð Covid, ef viðkomandi greinist með jákvætt Covid próf þrátt fyrir að vera á sjúkrahúsi af öðrum ástæðum.
Skráning dauðsfalla í Færeyjum er á vegum Landlæknisembættisins sem er undir stjórn Dana.

klippu úr viðtalinu má hlusta á hér neðar:


3 Comments on “Heilbrigðisráðherra Færeyja – ,,enginn hefur dáið vegna Covid í Færeyjum“”

  1. Þessi „Fréttamiðill“ er ekkert annað er stæðsti FALSFRÉTTAMIÐILL landsinns.
    Það sést best á því hverjir eru ábyrgir fyrir þessari síðu og skrifa „Fréttirnar“
    Svo sést það einna best á því hverjir eru að dreifa þessum „Fréttum“ annarstaðar.

  2. Fréttin er að flytja alvöru fréttir og sýnir aðdáunarvert frumkvæði! Takk fyrir að standa vaktina þegar meginstraumurinn „gleymir“ að spyrja gagnrýninna spurninga sem þörf er á og veita því ekki nauðsynlegt aðhald. Við getum lært margt af færeyingum sem hafa staðið sig vel.

  3. Hér er komið inn á mikilvægt atriði, hve margir deyja „vegna“ covid og hve margir deyja vegna undirliggjandi sjúkdóma, „með covid“. Þessi umræða er nú í fullum gangi víða um heim og þykjast menn sjá að, covid-dauðsföll hafa verið verulega oftalin. Hérna fer doktor John Campell yfir þessi mál: https://www.youtube.com/watch?v=9UHvwWWcjYw&t=412s

Skildu eftir skilaboð