Nemendur í Washington fylki gera uppreisn gegn grímuskyldu

frettinErlent3 Comments

„Nemendur í framhaldsskólum víðs vegar um Washington fylkið í Bandaríkjunum hafa gengið út úr kennslustundum og segjast ekki snúa aftur fyrr en grímuskyldunni verði aflétt.

„Við erum búin að fá nóg af því að vera með grímur“ og sögðust nemendur líka vera orðnir þreyttir á því að vera reknir út úr kennslustundum fyrir neita að vera með grímur.

Við erum komin með nóg af því að vera með grímur,“ sögðu nemendur þegar þeir gengu út úr kennslustundum og inn á bílastæðið við Washougal menntaskólann.

Við Ridgefield menntaskólann fögnuðu foreldrar og aðrir þegar nemendur gengu af skólasvæðinu.

Mörg ríki, þar á meðal New Jersey, Kalifornía, Connecticut, Delaware, Virginia, Oregon og New York hafa aflétt grímuskyldunni. New York og Kaliforníu eru hins vegar enn með grímuskyldu í skólum.

Stúlka, sem neitaði að nota grímu í skólanum, sagði að henni hefði verið hótað brottvísun úr skólanum nema hún annað hvort færi út úr kennslustundinni eða setti upp andlitsgrímu.

„Grímur eru ógeðslegar,“ sagði einn nemandi. „Við viljum bara fá réttindi okkar aftur og taka okkar eigin ákvarðanir,“ sagði annar.

Heimild

3 Comments on “Nemendur í Washington fylki gera uppreisn gegn grímuskyldu”

  1. Þessi „Fréttamiðill“ er ekkert annað er stæðsti FALSFRÉTTAMIÐILL landsinns.
    Það sést best á því hverjir eru ábyrgir fyrir þessari síðu og skrifa „Fréttirnar“
    Svo sést það einna best á því hverjir eru að dreifa þessum „Fréttum“ annarstaðar.

  2. Fréttin er að standa sig vel sem fréttamiðill og skelfilegt að sjá atburði raungerast hérlendis og erlendis sem hafa verið reifaðir í miðlinum.

Skildu eftir skilaboð