Svíþjóð hefur aflétt öllum takmörkunum – ekki lengur samfélagsleg hætta

frettinErlentLeave a Comment

Svíþjóð aflétti öllum takmörkunum vegna heimsfaraldursins í gær, miðvikudag, og þá hætti landið einnig flestum sýnatökum fyrir COVID-19. Bóluefnapassinn var einnig lagður niður.

Þetta var ákveðið þrátt fyrir að enn sé nokkur þrýstingur á heilbrigðiskerfið og sumir sérfræðingar hafi lagt til meiri þolinmæði í baráttunni við sjúkdóminn.

Ríkisstjórn Svíþjóðar sem hefur í gegnum heimsfaraldurinn forðast harðar takmarkanir tilkynnti í síðustu viku að hún myndi afnema þær takmarkanir sem eftir væru og lýsa í raun yfir að heimsfaraldrinum væri lokið þar sem bóluefni og minna alvarlega Omicron afbrigðið hafi dregið úr alvarlegum tilfellum og dauðsföllum.

„Eins og við þekkjum þennan heimsfaraldur myndi ég segja að honum sé lokið,“ sagði Lena Hallengren heilbrigðisráðherra við Dagens Nyheter. „Þetta er ekki búið, en eins og við þekkjum það hvað varðar skjótar breytingar og takmarkanir þá er honum lokið, " sagði hún og bætti við að COVID yrði ekki lengur flokkað sem hætta fyrir samfélagið.

Núna er börum og veitingastöðum leyft að hafa opið eftir kl. 23 og án fjöldatakmarkana. Fjöldatakmörkum á stærri viðburði innandyra var einnig aflétt, þá var notkun bólusetningapassans hætt líka.

Til hamingju Svíþjóð!

Heimild

Skildu eftir skilaboð