Verðbólga í Bandaríkjunum ekki hærri í 40 ár

frettinErlent1 Comment

Verðbólgan í Bandaríkjunum í janúar mánuði hefur ekki verið hærri í 40 ár. Verðlagið hækkaði um 7,5% frá því í fyrra, að því er Hagstofan greindi frá á fimmtudag.

Hækkun vísitölu neysluverðs sem mælir kostnað margskonar varnings var sú mesta síðan í febrúar 1982. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% frá desember, meira en reiknað hafði verið með.

Vörur sem hafa ýtt undir verðbólgu eru tóbak, mótel, bensín, kjöt og bílar.


Verðbólga í Bandaríkjunum hefur verið drifin áfram af vaxandi eftirspurn annars vegar og skorti á framboði hins vegar. Orsökin eru á Covid-19 á alþjóðleg viðskipti.

Verðhækkanir á matvælum, rafmagni og húsaskjólum áttu mestan þátt í hækkuninni. Matvælavísitalan hækkaði um 0,9% í janúar eftir 0,5% hækkun í desember. Orkuvísitalan hækkaði einnig um 0,9% í mánuðinum.

Hækkandi verðlag hefur haft áhrif á stuðning Joe Biden forseta, jafnvel þó að vinnumarkaðurinn hafi jafnað sig. Bandaríska hagkerfið óx um 5,5% á síðasta ári, mesti vöxtur síðan 1984, og meira en 1,6 milljónir nýrra starfa hafa bæst við á síðustu þremur mánuðum.

Heimild

One Comment on “Verðbólga í Bandaríkjunum ekki hærri í 40 ár”

  1. Þessi „Fréttamiðill“ er ekkert annað er stæðsti FALSFRÉTTAMIÐILL landsinns.
    Það sést best á því hverjir eru ábyrgir fyrir þessari síðu og skrifa „Fréttirnar“
    Svo sést það einna best á því hverjir eru að dreifa þessum „Fréttum“ annarstaðar.

Skildu eftir skilaboð