Suður-afríski heimilislæknirinn Dr. Angelique Coetzee, sagði við þýska dagblaðið Die Welt í vikunni að evrópskar ríkisstjórnir hafi beðið hana um láta líta út fyrir að nýja milda afbrigðið Omicron væri jafn alvarlegt og fyrri Covid-19 afbrigði, þar á meðal Delta.
Coetzee er læknirinn sem uppgötvaði fyrst Omicron í Suður-Afríku en hún segir að hún hafi verið beitt þrýsting af stjórnvöldum til að segja ekki frá því opinberlega að þetta væri vægur sjúkdómur á við Inflúensu.
„Mér var sagt að segja ekki opinberlega að þetta væri vægur sjúkdómur,“ segir Coetzee. Ég hef verið beðin um að forðast slíkar yfirlýsingar og segja að þetta væri alvarlegur sjúkdómur, ég varð ekki við þeirri beiðni og miðað við klíníska rannsóknir eru engar vísbendingar um að við séum að glíma við alvarlegan sjúkdóm, segir Dr. Coetzee.
Þrýsingur frá evrópskum stjórnmálamönnum að ýkja veikindin
Ég var beðin um að segja að í Suður-Afríku væri þetta vægari sjúkdómur, en í Evrópu væri sjúkdómurinn alvarlegri, stjórnmálamennirnir vildu að ég gæfi það út og hefur verið mikill þrýstingur frá evrópskum vísindamönnum og stjórnmálamönnum að segja ósatt um Omicron og ýkja hættuna.
Læknirinn segir að þeir sem fengu Omicron í Suður-Afríku hafi fundið fyrir mun vægari einkennum samanborið við Delta og algengast að finna aðeins fyrir hálsbólgu og þreytu.
Heimild: Dailymail