Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitaði beiðni frá Kreml um að taka rússneskt COVID-19 próf þegar hann heimsótti Vladimir Putin forseta í vikunni. Sögðu tveir heimildarmenn Reuters ástæðuna vera að koma í veg fyrir að Rússar næðu DNA sýni úr Macron.
Fyrir vikið var franska þjóðhöfðingjanum haldið í fjarlægð frá rússneska leiðtoganum í löngum viðræðum um Úkraínukreppuna í Moskvu.
Áheyrnarfulltrúar tóku myndir af Macron og Pútín sitjandi á sitt hvorum enda við fjögurra metra langt borð á meðan viðræðum þeirra stóð, en sumir stjórnarerindrekar og fleiri sögðu að Pútín væri þarna verið að senda diplómatísk skilaboð.
En tveir heimildarmenn, sem hafa þekkingu á heilbrigðisreglum Frakklandsforseta, sögðu Reuters að Macron hefði mátt velja; annað hvort að samþykkja PCR próf sem rússnesk yfirvöld myndu taka og fá að vera nálægt Pútín, eða fylgja ströngum nándarreglum.
„Við vissum vel að það þýddi ekkert handaband og þetta langa borð. En við gátum ekki sætt okkur við að þeir næðu í DNA úr forsetanum,“ sagði einn heimildarmannanna við Reuters og vísaði til öryggisvandamála ef franski leiðtoginn færi í sýnatöku hjá rússneskum læknum.
Talsmaður Kreml svaraði ekki strax skilaboðum frá Reuters þar sem óskað var .
Önnur heimildin í fylgd Macrons staðfesti að Macron hafi neitað að taka rússneskt PCR próf. Heimildarmaðurinn sagði að Macron hafi í staðinn tekið franskt PCR próf fyrir brottför og hraðpróf sem hans eiginn læknir tók eftir komuna til Rússlands.
Rússar sögðu okkur að Pútín þyrfti að vera í lítilli ,,heilsukúlu,“ sagði annar heimildarmaðurinn.
Á fimmtudaginn, þremur dögum eftir að Macron og Pútín áttu fund tók Pútín á móti Kassym-Jomart Tokayev forseta Kazakhstan. Mennirnir tveir tókust í hendur og sátu mjög nálægt hvorum öðrum.