Doug Ford, forsætisráðherra Ontario í Kanada sem eins og aðrir stjórnmálamenn sem hafa viðhaft íþyngjandi takmarkanir í nafni heimsfaraldursins er í miklum vandræðum.
Í gær, fimmtudag hringdi Ford í stuðningsmenn sína og lét þá vita að í dag, föstudag, myndi hann tilkynna að hann ætli að hætta með bóluefnapassann sem notaður hefur verið í Ontario eins og víðar í Kanada. Þá sagðist hann ætla að veita frekari upplýsingar á mánudaginn.
Símtalið var tekið upp og sent til Rebel News.
Ford byrjar símtal sitt á að segja að hann hafi fengið um 250 skilaboð, bara fyrir hádegi í gær, þar sem hann var beðinn um að afnema bóluefnapassann.
„Við munum afturkalla þessa passa. Við ætlum að fara aftur í eðlilegt líf. Ég get ekki gefið þér nákvæma dagsetningu, en það mun verða mjög fljótlega. Á föstudaginn (í dag) ætla ég að gefa út yfirlýsingu. Á mánudaginn mun ég setja fram dagsetningar. Og við ætlum að halda áfram með lífið."
Ford setur þetta fram þegar þúsundir vöruflutningabílstjóra víðsvegar um Kanada hafa tekið þátt í friðsamlegum mótmælum, og hafa meðal annars lokað Ambassador brúnni sem liggur á milli Detroit í Bandaríkjunum og Windsor í Kanada. Um 28% af árlegum viðskiptum milli landanna tveggja fara um þessa flutningaleið.
Afnám bólusetningaskyldu og bóluefnapassa eru meginkröfur flutningabílstjóranna. Almenningsálitið hefur breyst verulega undanfarnar tvær vikur, og flestir Kanadamenn telja að nú sé kominn tími til að binda enda á takmarkanir.