Stjórnlagadómstóll Austurríkis krefur ríkisstjórnina ítarlegra svara um takmarkanir

frettinErlent1 Comment

Hinn öflugi stjórnlagadómstóll Austurríkis hefur krafist ítarlegra upplýsinga frá heilbrigðisráðuneyti landsins sem réttlætt geta hinar íþyngjandi ráðstafanir ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.

Dómstóllinn, sem skipaður er 14 dómurum, setti þann 26. janúar fram fjölda spurninga í bréfi til heilbrigðisráðuneytisins þar sem dómstóllinn kveðst vera að undirbúa „mögulega munnlega skýrslutöku“ fyrir dóminum vegna fjölda kvartana sem honum hafa borist vegna Covid-19 takmarkana ríkisstjórnar Austurríkis. Hefur heilbrigðisráðuneytið frest til 18. febrúar til að svara dómstólnum.

Dómstóllinn fer fram á að Wolfgang Mückstein heilbrigðisráðherra framvísi gögnum sem réttlæta hinar mjög svo íþyngjandi ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Þetta eru gögn er varða margvíslegt efni, þar á meðal sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll „með“ öfugt við „vegna“ Covid-19, virkni gríma sem og bóluefna.

Þá krafðist dómurinn gagna sem staðfestu að „innilokun óbólusetta“ hafi verið hætt, en ríkisstjórnin hafði lýst því yfir að henni yrði hætt 1. febrúar, sama dag og lög um skyldbólusetningu tækju gildi.

Dómstóllinn spyr sérstaklega um innilokun óbólusettra

„Innilokun óbólusetta“ byggist líklega meðal annars á því að óbólusettir séu í meiri hættu á að þurfa innlögn á sjúkrahús en bólusettir einstaklingar, sem er líklegt til að hafa í för með sér meira álag fyrir heilbrigðiskerfið, skrifaði dómstóllinn.

„Hver eru áhrif „innilokunar óbólusetta á sjúkrahúsbyrði, gefin upp í prósentum?“ Spurði dómurinn og tveimur dögum eftir að bréfið var sent aflétti ríkisstjórnin innilokun óbólusettra.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að innilokun óbólusettra í Austurríki sé aðeins réttlætanleg ef hætta er á yfirvofandi ofálagi á gjörgæsludeildum“ sagði Mückstein heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi.

Dómstóllinn spyr út í raunverulegt álag á heilbrigðiskerfið

Austurríska dagblaðið Österreich lýsti ítarlegum spurningum dómstólsins, sem settar voru fram í fimm síðna bréfi sem „,mjög eldfimum“.

„Megináherslan er á álagið á heilbrigðiskerfið, sem aðgerðir [ríkisstjórnarinnar] voru tengdar við“ skrifaði blaðið.

„Dómstóllinn hefur áhuga á því hvort einhvern tímann hafi verið hætta á því að álagið á heilbrigðiskerfið yrði of mikið – atburðarás sem, samkvæmt lögum, aðeins réttlætir lokanir.

Bréfið byrjaði á því að vitnað er í frétt fjölmiðla frá því í október á síðasta ári sem sagði að sem dæmi myndu sjúklingar á gjörgæslu vegna nýrnabilunar sem „fyrir tilviljun prófast jákvæðir“ fyrir Covid-19 „teljast sem Covid-sjúklingar.“

„Stjórnlagadómstóllinn óskar því eftir upplýsingum um það hvort sjúkrahúsinnlagnir eða dánartölur sem gefnar eru upp nái yfir alla einstaklinga sem eru smitaðir af SARS-CoV-2 sem eru lagðir inn á venjulegar eða gjörgæsludeildir eða hafa látist „af eða með“ SARS-CoV-2? Ef svo er, hvers vegna er þessi aðferð við talningu valin?“ segir í bréfinu.

Dómstóllinn óskaði eftir upplýsingum um hvaða vírusafbrigði tengdust þessum tölum, sundurliðun eftir aldurshópum og um „prósentuúthlutun“ sem útlistaði hvar sýkingar áttu sér stað, svo sem fjölskyldu, vinnu, við að versla eða í tómstundastarfi.

Dómstóllinn spyr út í virkni gríma og bóluefna

Önnur spurning var: „Á hvaða hátt dregur það úr hættu á sýkingu eða smiti að vera með grímu innandyra eða utandyra?

Nokkrar aðrar spurningar voru tengdar bóluefnum, þar sem dómstóllinn óskaði eftir gögnum um virkni þeirra til að draga úr alvarlegum veikindum, koma í veg fyrir smit og endingu verndar.

„Með hvaða hætti dregur Covid bólusetning úr hættu á alvarlegum sjúkdómum? skrifaði dómstóllinn.

„Í fjölmiðlum var talað um allt að 95%. Nú virðist almenn hætta á að deyja af völdum Covid-19 (ekki aðgreind eftir aldri og heilsufari) sem stendur vera 0,1516%.

„Til hvers vísar tilgreind bólusetningarvirkni, t.d. 95%? Hvað þýðir alger og hlutfallsleg áhættuminnkun í þessu samhengi?“

Í bréfinu var einnig farið fram á Covid-tengda sjúkrahúsinnlagnaráhættu yfir eins árs tímabil fyrir óbólusettan 25 ára einstakling samanborið við tvíbólusettan 25 ára og sömu upplýsingar fyrir 65 ára.

Bréfinu lauk með spurningu um tölfræði er varðaði dánartíðni í Austurríki.

Í desember greindi dagblaðið Der Standard frá því að það væru þriðjungi færri dauðsföll af Covid-19 árið 2021 samanborið við árið áður, en að vikuleg umframdánartíðni væri hærri.

„Er þetta satt?“ spyr dómstóllinn. „Ef svo er, hver var heildardánartíðni árið 2021 sem ekki var hægt að útskýra með Covid-19 dauðsföllum og hver er skýringin á þessum umframdauðsföllum?

Metfjöldi smita í Austurríki um mánamótin janúar/febrúar

Metfjölda smita var um síðustu mánaðamót í Austurríki og eru þau knúin áfram af Omicron afbrigðinu.

Þrátt fyrir það var veitingastöðum veitt heimild til að hafa opið til miðnættis í stað klukkan 22.00 frá og með 5. febrúar sl.

Hins vegar verða reglur sem banna óbólusettu fólki að fara í verslanir og á veitingastaði ekki afnumdar fyrr en frá með 12. febrúar.

Lágt hlutfall sjúkrahúsinnlagna var gefin sem ástæða þess að byrjað væri að létta á takmörkunum.

Embættismenn búast við að Omicron-bylgjan í Austurríki nái hámarki núna í byrjun febrúar.

Heimild

One Comment on “Stjórnlagadómstóll Austurríkis krefur ríkisstjórnina ítarlegra svara um takmarkanir”

  1. Kakkalakkarnir tvístrast á flótta í allar áttir þegar dagsljósið skín á þá.

Skildu eftir skilaboð