Táragasi beitt gegn ,,Frelsislestinni“ í París í gær – sektir, brynvarðir bílar og handtökur

frettinErlent1 Comment

Franska lögreglan stöðvaði mikinn fjölda ökutækja sem reyndu að komast inn í París í gær til að taka þátt mótmælum gegn þvingunaraðgerðum franskra yfirvalda í nafni heimsfaraldurs.

Táragasi var beitt í borginni þegar mótmælendur hunsuðu skipun um bann við „Frelsislestinni.“

Gérald Darmanin innanríkisráðherra sagði að meira en 300 sektarmiðar hafi verið gefnir út og 54 manns handteknir.

Yfirvöld hafa sent meira en 7.000 lögreglumenn á vettvang næstu þrjá daga til að reyna að stöðva mótmælendur.

Þrátt fyrir þessar tilraunir tókst nokkrum ökutækjum að komast að Sigurboganum í borginni og táragasi var beint gegn mótmælendum á Champs-Élysées breiðgötunni.

Hóparnir fengu kraft sinn og innblástur frá kanadísku „Frelsislestinni“ sem hefur meðal annars hindrað viðskipti við landamæri Kanada og Bandaríkjanna og ,,hernumið götur í Ottawa. Svipuð mótmæli eru farin að breiðast út um allan heim.

BBC segir frá og sýnir lögregluna beita táragasi.  Hér má sjá upptökur af mannfjöldanum og brynvörðum ökutækjum fara um götur Parísar.


One Comment on “Táragasi beitt gegn ,,Frelsislestinni“ í París í gær – sektir, brynvarðir bílar og handtökur”

Skildu eftir skilaboð