Upplausnarástand í Kazakhstan vegna bólusetningapassa – ráðamenn flúnir, einnig lögreglan og hermenn

frettinErlent4 Comments

Upplausnarástand ríkir nú í Kazakhstan þar sem borgarastyrjöld hefur brotist út. Mikill þöggun er um ástandið hjá öllum meginstraumsfjölmiðlum og hefur ranglega verið sagt frá ástæðum mótmælanna og  slökkt hefur verið á nettenginu í landinu til að reyna stöðva upplýsingaflæði undanfarna daga.

Aktivistinn Travis Macdonald, hefur þó náð að tjá sig um borgarastyrjöldina sem nú ríkir í landinu á samskiptamiðlinum TikTok þar sem hann opinberar að um algert upplausnarástand sé að ræða, og lýsir því hér að neðan í grófum dráttum.

Frá mótmælunum sem byrjuðu þann 4. janúar síðastliðinn.

Travis segir að forseti landsins og forsætisráðherra séu flúnir úr landinu, ríkisstjórnin sé fallin og kveikt hafi verið í stjórnarráðinu og fleiri ráðuneytum.

Þá segir hann að lögreglan og herinn séu flúinn og séu að reyna komast úr landinu en stöðvuð af mótmælendum og handtekin ,taki þeir ekki þátt í mótmælunum. Þá hafi starfsfólk bólusetningamiðstöðva og læknar verið handtekin af mótmælendum og skotvopnum beitt.

Travis segir að verið hafi reynt að láta að því liggja að mótmælin væru vegna hækkunar bensínverðs og hafi meginstraumsmiðlar haldið úti þeim ranga fréttaflutningi, en það sé af og frá, það er ekki ástæðan heldur bólusetningaskylda og að fólki hafi t.d. verið meinað að taka peninga út af reikningum sínum nema gegn framvísun bólusetningapassa með QR kóða. Þetta hafi leitt til upplausnarástandsins sem við erum nú að horfa upp á, segir Travis.

Myndbandið má sjá hér.

4 Comments on “Upplausnarástand í Kazakhstan vegna bólusetningapassa – ráðamenn flúnir, einnig lögreglan og hermenn”

  1. Einkennilegt, ef maður googlar ´Kazakhstan riots´ eða eitthvað slíkt, fær maður ekkert upp nema mánaðar gamlar fréttir. Nánast ekkert eftir 16 jan. Er algert fréttabann á ástandinu þarna?

Skildu eftir skilaboð