Brook Jackson, sem er fyrrverandi yfirmaður klínískra prófana hjá Ventavia Research Group, mun halda áfram með málsókn gegn Pfizer þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi neitað að styðja hana.
Ventavia Research Group er verktaki hjá Pfizer og sá um prófanir á COVID-19 bóluefni lyfjafyrirtækisins. Jackson var rekinn frá Ventavia Research Group, árið 2020, en hún kom fram sem uppljóstrari árið 2021.
Jackson höfðaði mál gegn Pfizer, Ventavia og ICON sem einnig tók þátt í prófununum. Dómsmálið hefur ekki verið opinbert í meira en ár, en er nú gert opinbert í framhaldi af því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafnað því að ganga inn í málið og reka það áfram.
Lögfræðingar ríkisstjórnarinnar gáfu enga skýringu á þeirri ákvörðun að ganga ekki inn í málið. Þá hefur Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), sem hefur með höndum að rannsaka meint svik við klínískar prófanir ekki svarað fyrirspurnum um málið.
Þetta hefur þó ekki haft áhrif á Jackson sem ætlar sér að halda áfram með málið. „Við munum halda áfram með málið án aðstoðar stjórnvalda,“ sagði Jackson við The Epoch Times.
Hún segir ákvörðun stjórnvalda ekki hafa komið sér á óvart, en hún varð fyrir miklum vonbrigðum þegar loks eftir heilt ár hafi stjórnvöld hafnað því að ganga inn í málið og reka það áfram.
Líkurnar eru ekki miklar, en „þetta er bara áhætta sem ég þarf að taka“ sagði Jackson. „Mér finnst bara eins og einhver verði að vera gerður ábyrgur.“
Uppljóstrun Jackson olli fjaðrafoki í nóvember sl.
Jackson olli miklu fjaðrafoki þegar British Medical Journal birti í nóvember 2021 grein byggða á skjölum, upptökum og öðru efni frá Jackson þar sem lýst er ítrekuðum mistökum Ventavia við að reka bóluefnaprófunina fyrir Pfizer, áður en mRNA efnið fékk neyðarheimild frá FDA.
Þó svo að greinin hafi ekki innihaldið gögnin, voru mörg þeirra lögð fyrir dómstólinn og komust í hendur The Epoch Times, þar á meðal tölvupóstar sem greina frá vandamálum sem ekki bara Jackson, heldur aðrir starfsmenn Ventavia komust að í störfum sínum.
Til dæmis skrifaði Lovica Downs þann 18. september 2020 til Jackson og annars starfsmanns að hún hafi séð kassa sem innihélt upplýsingar um sjúklinga sem hafði verið skilinn eftir á afgreiðsluborði, þetta hafi verið þarna í raun á glámbekk, því allir sem komu inn í herbergið gátu komist í upplýsingarnar.
Ýmsir fleiri vankantar komu í ljós
Marnie Fisher sem var rekstrarstjóri Ventavia á þeim tíma, sagði þann 21. september 2020 að rannsókn hafi leitt i í ljós að margar prófunardeildir hefðu haft skjöl á glámbekk, þar á meðal skjöl sem innihéldu nöfn sjúklinga, upplýsingar um aukaverkanir sem annað hvort „var ekki tilkynnt á réttan hátt eða bara alls ekki,“ bóluefnið og lyfleysan „ekki geymt lokað“ í almennum herbergjum og einnig var að finna villur varðandi upplýst samþykki [þátttakenda í rannsókninni].
Skjölin sýna að starfsmenn Ventavia voru meðvitaðir um að alvarleg vandamál hafi komið upp á meðan á prófununum stóð, þar á meðal hjá starfsmönnum sem stýrðu meðferð bóluefnanna sem ýmist voru sagði með „enga þjálfun“ og „mjög litla yfirsýn“ eða þá skorti kunnáttu í læknisfræði eða slíkan bakgrunn. Starfsmaður Pfizer fékk einhverja þessara tölvupósta og svaraði sumum þeirra.
Málshöfðun Jackson er fyrir hönd stjórnvalda, án aðkomu stjórnvalda
Málið er höfðað samkvæmt bandarískum lögum, sem gera Bandaríkjamönnum kleift að höfða mál fyrir hönd stjórnvalda „gegn þeim sem hafa svikið stjórnvöld.“ Meira en 5,6 milljarðar Bandaríkjadala hafa fengist í kjölfar slíkra málaferla frá hausti 2021.
Í málshöfðuninni segir að Pfizer, ICON og Ventavia hafi „vísvitandi haldið mikilvægum upplýsingum frá Bandaríkjunum sem settu spurningamerki við öryggi og verkun bóluefnisins.“
„Þannig að stefndu leyndu brotum á bæði reglum um klínískar prófanir og alríkisreglum, þar með talið fölsun á klínískum prófunarskjölum,“ segir í stefnunni.
„Vegna blekkinga stefndu hafa milljónir Bandaríkjamanna fengið bólusetningu með efni sem er ranglega lýst og sem hugsanlega er ekki eins áhrifaríkt og haldið hefur verið fram.
Jackson fer fram á að henni verði dæmdar skaðabætur og hún fái starf sitt aftur hjá Ventavia.
Meira um málið og skýrslur má skoða hér og skjölin sem lögð hafa verið fyrir dóminn eru hér neðar, sem innihalda m.a. tölvupóstsamskipti og sms skilaboð.