Yfirmaður hjá Facebook rekinn fyrir að ,,senda barni“ kynlífsskilaboð

frettinErlentLeave a Comment

Háttsettur starfsmaður Meta/Facebook var tekinn upp á myndband þar sem hann viðurkennir að hafa sent kynferðisleg skilaboð til manns sem hann taldi vera 13 ára dreng. Starfsmanninum hefur nú verið vikið úr starfi samkvæmt talsmanni fyrirtækisins.

Jeren Andrew Miles, 35, frá Palm Springs Kaliforníu, taldi sig vera að senda unglingsdreng kynlífsskilaboð og hafði gert ráð fyrir að drengurinn myndi hitta sig á Le Meridien Columbus hótelinu í Ohio.

Það var hópur sem kallar sig Predator Catchers Indianapolis sem hafði leitt Miles í gildru og mætti á hótelið og fékk Miles til að samþykkja viðtal.

Miles situr í stjórn samtakanna Equality California sem eru stærstu LGBTQ+ réttindasamtök í Bandaríkjunum.

Upptökuna má sjá hér neðar:

Heimild.

Skildu eftir skilaboð