23. dagur mótmælanna í Ottawa – þungvopnuð lögregla og reyksprengjur

frettinErlentLeave a Comment

„Frelsislestin“ sem kom saman í Ottawa, höfuðborg Kanada, þann 28. janúar sl. fór upphaflega af stað í mótmælaskyni við reglur alríkisstjórnarinnar sem krefjast þess að kanadískir vörubílstjórar sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna séu að fullu bólusettir, til að komast hjá sýnatökum og sóttkví.

Mótmælin hafa aftur á móti þróast yfir í baráttu gegn hvers kyns sóttvarnaaðgerðum. Skipuleggjendur segjast ekki ætla að láta af mótmælunum fyrr en allar ráðstafanir hafi verið felldar niður.

Lögreglan í Ottawa segist hafa handtekið mótmælendur sem klæðast herklæðum, eru með reyksprengjur og ýmis konar flugelda í töskum sínum.“

„Reyksprengjur og flugeldar fundust í bifreið og hald var lagt á bifreiðina,“ sagði lögreglan.

Randy Hillier, þingmaður Lanark, fullyrti á laugardag að skipuleggjendur bílalestarinnar hefðu sagt lögreglunni í Ottawa að þeir hygðust flytja sig út úr Ottawa á laugardag, í kjölfar „blaðamannafundar“ með flutningabílstjórum og fleirum.

Engar tilkynningar hafa borist hvorki frá lögreglu né mótmælendum á blaðamannafundi síðdegis á laugardag.

Lögreglan hefur verið sökuð um að nota táragas en neitar fyrir það. Mikill fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna eru á svæðinu. Upptökur fylgja neðar.

Heimild

Skildu eftir skilaboð